Mesta atvinnuleysi í fimm ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 12:40 Fall Wow air hafði sérstaklega mikil áhrif á atvinnuleysi á Suðurnesjum. Fréttablaðið/Ernir Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira