Vinnuskúrar eru enn til trafala á Reyðarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Samkomuhús er meðal bygginga sem nú eru auglýstar á vinnubudir.com Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira