Traðkað á hunangsflugum Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun