Fækka ferðum í sumar vegna MAX-vélanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 18:38 Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað og hefur flugáætlun Icelandair verið uppfærð í samræmi við það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en sætaframboð félagsins mun dragast saman um 5% frá því sem áður var. Icelandair hefur nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningar vélanna á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar, að því er segir í tilkynningu. Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að einhver flug verði felld niður á tímabilinu vegna MAX-vélanna en reynt verði að finna aðrar lausnir fyrir farþega og lágmarka allt rask sem þeir kunni að verða fyrir. Þá verði einblínt á að halda áætlun á ferðum til og frá Íslandi. Sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september dregst saman um 5% frá því sem áður var áætlað við þessar breytingar. Samt sem áður verði framboðsaukning milli ára á þessu tímabili 10%. Þá eigi 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst en á sama tíma í fyrra. Þá séu fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað og hefur flugáætlun Icelandair verið uppfærð í samræmi við það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en sætaframboð félagsins mun dragast saman um 5% frá því sem áður var. Icelandair hefur nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningar vélanna á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar, að því er segir í tilkynningu. Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að einhver flug verði felld niður á tímabilinu vegna MAX-vélanna en reynt verði að finna aðrar lausnir fyrir farþega og lágmarka allt rask sem þeir kunni að verða fyrir. Þá verði einblínt á að halda áætlun á ferðum til og frá Íslandi. Sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september dregst saman um 5% frá því sem áður var áætlað við þessar breytingar. Samt sem áður verði framboðsaukning milli ára á þessu tímabili 10%. Þá eigi 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst en á sama tíma í fyrra. Þá séu fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00