Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:02 Mynd af Stephen Calk frá árinu 2012. AP/Al Podgorski Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira