Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2019 13:15 Þristurinn Betsy's Biscuit Bomber er meðal þeirra sem lenda í Reykjavík síðdegis. Mynd/D-Day Squadron. Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21 í kvöld norðan við Loftleiðahótelið.Uppfært kl. 17.00. Staðfestir lendingartímar fimm véla: Kl. 15.30, kl. 16.35, kl. 16.40, kl. 17.35 og kl. 18.06. Flugvélarnar í þessum hópi bera gæluheitin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu frá stríðsárunum.Þristurinn Flabob Express.Mynd/D-Day Squadron.Sem dæmi má nefna þristinn sem kallast Flabob Express en hann var í þjónustu breska flughersins í stríðinu. Eitt hlutverk hans var að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar. Fullyrt er að í gömlum flugdagbókum vélarinnar séu nöfn bæði Churchills og Margrétar prinsessu skráð á farþegalista. Annað dæmi er þristurinn sem nú kallast Pan Am, með skrásetningarnúmer N877MG. Í síðari heimsstyrjöld þjónaði hann mikilvægri flutningaleið Bandaríkjahers milli Indlands og Kína sem nefndist „over the Hump“ og lá yfir Himalaya-fjöllin. Eftir stríð komst hann í eigu Pan Am-flugfélagsins, sem nýtti hann mest á örstuttri flugleið milli Hong Kong og borgarinnar Guangzhou, eða Canton, á meginlandi Kína.Sögufrægasta flugvélin, „That's All, Brother", sú sem leiddi innrásina í Normandí, flaug frá Reykjavík til Bretlands í gær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þeim sem undrast hversvegna margir flugáhugamenn hafa tekið sérstöku ástfóstri við þessa flugvélartegund er bent á að skoða þessa frétt, sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21 í kvöld norðan við Loftleiðahótelið.Uppfært kl. 17.00. Staðfestir lendingartímar fimm véla: Kl. 15.30, kl. 16.35, kl. 16.40, kl. 17.35 og kl. 18.06. Flugvélarnar í þessum hópi bera gæluheitin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu frá stríðsárunum.Þristurinn Flabob Express.Mynd/D-Day Squadron.Sem dæmi má nefna þristinn sem kallast Flabob Express en hann var í þjónustu breska flughersins í stríðinu. Eitt hlutverk hans var að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar. Fullyrt er að í gömlum flugdagbókum vélarinnar séu nöfn bæði Churchills og Margrétar prinsessu skráð á farþegalista. Annað dæmi er þristurinn sem nú kallast Pan Am, með skrásetningarnúmer N877MG. Í síðari heimsstyrjöld þjónaði hann mikilvægri flutningaleið Bandaríkjahers milli Indlands og Kína sem nefndist „over the Hump“ og lá yfir Himalaya-fjöllin. Eftir stríð komst hann í eigu Pan Am-flugfélagsins, sem nýtti hann mest á örstuttri flugleið milli Hong Kong og borgarinnar Guangzhou, eða Canton, á meginlandi Kína.Sögufrægasta flugvélin, „That's All, Brother", sú sem leiddi innrásina í Normandí, flaug frá Reykjavík til Bretlands í gær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þeim sem undrast hversvegna margir flugáhugamenn hafa tekið sérstöku ástfóstri við þessa flugvélartegund er bent á að skoða þessa frétt, sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15