Sarri: Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 11:00 Þetta tímabil hefur reynt mikið á Maurizio Sarri sem vill samt ólmur halda áfram með Chelsea. Getty/Harriet Lander Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira