Evrópuþingskosningarnar: Stærstu lýðræðislegu alþjóðakosningar í heiminum Michael Mann skrifar 23. maí 2019 07:15 Í dag og næstu daga, 23.-26. maí, ganga hundruð milljóna Evrópubúa til kosninga og kjósa sér nýtt þing. Kjósendur allstaðar að úr Evrópusambandinu munu vega og meta frambjóðendur og stefnuskrár þeirra er þeir ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa til að móta framtíð meginlandsins og hlutverk Evrópusambandsins í heiminum til margra ára. Evrópusambandið er einstakt verkefni sem byggir á friðsamlegri samvinnu landa sem trúa því að sameinuð standi þau sterkari að vígi. Þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptasamningum, baráttunni gegn loftlagsbreytingum, og því að takast á við fólksflutninga eru ESB-löndin margfalt sterkari þegar þau deila fullveldi sínu og vinna saman. Þessi mikla lýðræðishátíð sýnir að andstæðingar sambandsins hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt og að borgarar þess hafi engin áhrif. Evrópuþingið er kjörið í beinni kosningu. Það ræðir löggjöf ESB, breytir henni og samþykkir síðan, ásamt með ráðherraráðinu, sem skipað er lýðræðislega kjörnum ráðherrum frá aðildarlöndunum 28. Þess má geta að kosningarnar skipta líka máli fyrir Ísland. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu innleiðir Ísland lög sem samþykkt eru á Evrópuþinginu.ESB vinsælla en áður Nú í aðdraganda kosninganna 2019 eru margir sem vilja grafa undan því sem Evrópusambandið hefur áorkað til þessa og jafnvel eyðileggja það. Til allrar hamingju þá eru slíkar skoðanir á öndverðum meiði við álit flestra, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum sem sýna vaxandi stuðning við Evrópusambandið. Nýjasta Eurobarometer skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Evrópuþingið sýndi að 62% ríkisborgara telja að Evrópusambandsaðild lands síns hafi verið til góðs, og tveir af hverjum þremur (68%) eru sannfærðir um að land þeirra hafi notið góðs af því að vera aðili að Evrópusambandinu. Þetta er besta einkunn sem ESB hefur fengið frá því 1983. Um 66% aðspurðra myndu kjósa með því að landið þeirra yrði áfram aðili að Evrópusambandinu sem og meirihluti fólks í öllum aðildarríkjum ESB. Aðeins 17% myndu íhuga að yfirgefa Evrópusambandið, og 17% voru óákveðin. En þó svo að þessar tölur séu uppörvandi, er mikið verk óunnið. Kosið um árangur Síðustu vikur hafa borgarar Evrópusambandsins kynnt sér hvernig og hvað Evrópusambandið gerir til þess að vernda þá, skapa ný tækifæri og sýna styrkleika Evrópusambandsins út á við. Kosningabaráttan hefur vakið athygli á þeim árangri sem næst á degi hverjum, í málefnum eins og baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn undirboði á vörum og þjónustu, og í baráttunni fyrir því að netrisar sæti ábyrgð og virði persónuverndarlög. Á tímum fjölmargra áskorana hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið hörðum höndum að því að tryggja góða þátttöku í kosningunum í ár. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að úrslitin endurspegli skoðanir sem flestra Evrópubúa. Sterkt, lýðræðislegt Evrópusamband er okkur öllum í hag. Evrópsku þingkosningarnar eru lykillinn að því að tryggja að sú verði raunin.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag og næstu daga, 23.-26. maí, ganga hundruð milljóna Evrópubúa til kosninga og kjósa sér nýtt þing. Kjósendur allstaðar að úr Evrópusambandinu munu vega og meta frambjóðendur og stefnuskrár þeirra er þeir ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa til að móta framtíð meginlandsins og hlutverk Evrópusambandsins í heiminum til margra ára. Evrópusambandið er einstakt verkefni sem byggir á friðsamlegri samvinnu landa sem trúa því að sameinuð standi þau sterkari að vígi. Þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptasamningum, baráttunni gegn loftlagsbreytingum, og því að takast á við fólksflutninga eru ESB-löndin margfalt sterkari þegar þau deila fullveldi sínu og vinna saman. Þessi mikla lýðræðishátíð sýnir að andstæðingar sambandsins hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt og að borgarar þess hafi engin áhrif. Evrópuþingið er kjörið í beinni kosningu. Það ræðir löggjöf ESB, breytir henni og samþykkir síðan, ásamt með ráðherraráðinu, sem skipað er lýðræðislega kjörnum ráðherrum frá aðildarlöndunum 28. Þess má geta að kosningarnar skipta líka máli fyrir Ísland. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu innleiðir Ísland lög sem samþykkt eru á Evrópuþinginu.ESB vinsælla en áður Nú í aðdraganda kosninganna 2019 eru margir sem vilja grafa undan því sem Evrópusambandið hefur áorkað til þessa og jafnvel eyðileggja það. Til allrar hamingju þá eru slíkar skoðanir á öndverðum meiði við álit flestra, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum sem sýna vaxandi stuðning við Evrópusambandið. Nýjasta Eurobarometer skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Evrópuþingið sýndi að 62% ríkisborgara telja að Evrópusambandsaðild lands síns hafi verið til góðs, og tveir af hverjum þremur (68%) eru sannfærðir um að land þeirra hafi notið góðs af því að vera aðili að Evrópusambandinu. Þetta er besta einkunn sem ESB hefur fengið frá því 1983. Um 66% aðspurðra myndu kjósa með því að landið þeirra yrði áfram aðili að Evrópusambandinu sem og meirihluti fólks í öllum aðildarríkjum ESB. Aðeins 17% myndu íhuga að yfirgefa Evrópusambandið, og 17% voru óákveðin. En þó svo að þessar tölur séu uppörvandi, er mikið verk óunnið. Kosið um árangur Síðustu vikur hafa borgarar Evrópusambandsins kynnt sér hvernig og hvað Evrópusambandið gerir til þess að vernda þá, skapa ný tækifæri og sýna styrkleika Evrópusambandsins út á við. Kosningabaráttan hefur vakið athygli á þeim árangri sem næst á degi hverjum, í málefnum eins og baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn undirboði á vörum og þjónustu, og í baráttunni fyrir því að netrisar sæti ábyrgð og virði persónuverndarlög. Á tímum fjölmargra áskorana hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið hörðum höndum að því að tryggja góða þátttöku í kosningunum í ár. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að úrslitin endurspegli skoðanir sem flestra Evrópubúa. Sterkt, lýðræðislegt Evrópusamband er okkur öllum í hag. Evrópsku þingkosningarnar eru lykillinn að því að tryggja að sú verði raunin.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun