Þjóðarsjóður leggst misvel í þingmenn Sveinn Arnarsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Orkan úr iðrum jarðar og fallvötnum er gullkýr okkar Íslendinga. Nú er karpað um hvað gera skuli við tekjurnar. Vísir/Vilhelm Ekki virðist vera eining á þingi um frumvarp Bjarna Benediktssonar um að setja á laggirnar þjóðarsjóð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að einkaaðilar annist sjóðinn og að tekjur af sjávarútvegi og ferðaþjónustu renni ekki í sjóðinn eru helstu ásteytingarsteinar þverpólitískrar samstöðu um málið. Markmið sjóðsins er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir. Sjóðurinn, sem á að heita Þjóðarsjóður, á að hafa það hlutverk að varðveita og ávaxta fjármuni sem ríkissjóður leggur honum til. Framlögin verða jafnhá öllum tekjum sem ríkið hefur af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkis. „Í frumvarpinu er lagt til að einkaaðilar á fjármálamarkaði sjái um að gæta Þjóðarsjóðs og ávaxta hann. Við teljum mikilvægt að umsýsla um þessa fjármuni verði í höndum Seðlabanka Íslands,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd. Oddný G Harðardóttir Rammaáætlun Alþingi„Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til norska olíusjóðsins og látið að því liggja að fyrirmynd útfærslunnar sé sótt til norska olíusjóðsins. Það er hins vegar af og frá. Síðasta haust var ákveðið að halda eignastýringu norska sjóðsins áfram innan sjálfstæðrar einingar í norska seðlabankanum.“ Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir gild rök fyrir því að útvista sjóðnum. „Við höfum horft til þess að með því að fela sjálfstæðum aðilum að ávaxta sjóðinn getum við minnkað kostnað við að reka hann og þannig sparað ríkissjóð fé,“ segir Óli Björn. „Þetta er gert að ákveðinni fyrirmynd sem lífeyrissjóðirnir hafa unnið eftir og er samþykkt af Fjármálaeftirliti. Því er eðlilegt að þessi leið sé farin.“Alþingi, Óli Björn Kárason, Lilja Alfreðsdóttirvísir/ernirTalið er að stærð sjóðsins, sem muni taka um hálfan annan áratug að byggja upp, verði tæpir 300 milljarðar íslenskra króna. Ekki er gerð grein fyrir því í frumvarpinu hvenær Þjóðarsjóður verði orðinn hæfilega stór þannig að hægt verði að verja tekjunum í önnur verkefni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að það sé hægt í frumvarpinu eins og það liggur fyrir. Því munu stjórnvöld þurfa að breyta lögum þegar þau vilja nýta fjármunina í önnur verkefni. Oddný segist einnig gagnrýna að eingöngu tekjur af orku renni í sjóðinn. „Við hefðum einnig viljað sjá tekjur af öðrum auðlindum, svo sem veiðigjald af nytjastofnum sjávar. Tekjur af veiðigjaldi eru hreinar auðlindatekjur og því rökrétt að þær rynnu í sjóð frekar en tekjur af fjármagni ríkisins í orkufyrirtækjum,“ segir Oddný. „Það var lagt upp með að setja á laggirnar þjóðarsjóð í pólitískri sátt en nú er ljóst að sú þverpólitíska sátt er ekki fyrir hendi.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00 Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. 26. janúar 2019 07:00 Leggur til að Þjóðarsjóður sniðgangi fjárfestingar í mengandi iðnaði Andrés Ingi Jónsson stakk upp á fjórum leiðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 30. apríl 2019 15:25 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Ekki virðist vera eining á þingi um frumvarp Bjarna Benediktssonar um að setja á laggirnar þjóðarsjóð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að einkaaðilar annist sjóðinn og að tekjur af sjávarútvegi og ferðaþjónustu renni ekki í sjóðinn eru helstu ásteytingarsteinar þverpólitískrar samstöðu um málið. Markmið sjóðsins er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir. Sjóðurinn, sem á að heita Þjóðarsjóður, á að hafa það hlutverk að varðveita og ávaxta fjármuni sem ríkissjóður leggur honum til. Framlögin verða jafnhá öllum tekjum sem ríkið hefur af arðgreiðslum, leigutekjum og öðrum tekjum vegna nýtingar orkuauðlinda á forræði ríkis. „Í frumvarpinu er lagt til að einkaaðilar á fjármálamarkaði sjái um að gæta Þjóðarsjóðs og ávaxta hann. Við teljum mikilvægt að umsýsla um þessa fjármuni verði í höndum Seðlabanka Íslands,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd. Oddný G Harðardóttir Rammaáætlun Alþingi„Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til norska olíusjóðsins og látið að því liggja að fyrirmynd útfærslunnar sé sótt til norska olíusjóðsins. Það er hins vegar af og frá. Síðasta haust var ákveðið að halda eignastýringu norska sjóðsins áfram innan sjálfstæðrar einingar í norska seðlabankanum.“ Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann segir gild rök fyrir því að útvista sjóðnum. „Við höfum horft til þess að með því að fela sjálfstæðum aðilum að ávaxta sjóðinn getum við minnkað kostnað við að reka hann og þannig sparað ríkissjóð fé,“ segir Óli Björn. „Þetta er gert að ákveðinni fyrirmynd sem lífeyrissjóðirnir hafa unnið eftir og er samþykkt af Fjármálaeftirliti. Því er eðlilegt að þessi leið sé farin.“Alþingi, Óli Björn Kárason, Lilja Alfreðsdóttirvísir/ernirTalið er að stærð sjóðsins, sem muni taka um hálfan annan áratug að byggja upp, verði tæpir 300 milljarðar íslenskra króna. Ekki er gerð grein fyrir því í frumvarpinu hvenær Þjóðarsjóður verði orðinn hæfilega stór þannig að hægt verði að verja tekjunum í önnur verkefni. Þá er ekki gert ráð fyrir því að það sé hægt í frumvarpinu eins og það liggur fyrir. Því munu stjórnvöld þurfa að breyta lögum þegar þau vilja nýta fjármunina í önnur verkefni. Oddný segist einnig gagnrýna að eingöngu tekjur af orku renni í sjóðinn. „Við hefðum einnig viljað sjá tekjur af öðrum auðlindum, svo sem veiðigjald af nytjastofnum sjávar. Tekjur af veiðigjaldi eru hreinar auðlindatekjur og því rökrétt að þær rynnu í sjóð frekar en tekjur af fjármagni ríkisins í orkufyrirtækjum,“ segir Oddný. „Það var lagt upp með að setja á laggirnar þjóðarsjóð í pólitískri sátt en nú er ljóst að sú þverpólitíska sátt er ekki fyrir hendi.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00 Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. 26. janúar 2019 07:00 Leggur til að Þjóðarsjóður sniðgangi fjárfestingar í mengandi iðnaði Andrés Ingi Jónsson stakk upp á fjórum leiðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 30. apríl 2019 15:25 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00
Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. 26. janúar 2019 07:00
Leggur til að Þjóðarsjóður sniðgangi fjárfestingar í mengandi iðnaði Andrés Ingi Jónsson stakk upp á fjórum leiðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 30. apríl 2019 15:25