Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2019 11:31 Þessi vél er árgerð 1942 og kallast The Spirit of Benovia. Bandaríski herinn notaði hana mikið í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð notuðu bandarísk stjórnvöld vélina meðal annars til að hjálpa kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til verkefna gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista á áttræðisaldri í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þrír þristar fóru raunar í loftið í morgun áleiðis til Prestvíkur í Skotlandi og áhöfn þess fjórða var nú á tólfta tímanum að undirbúa flugtak, sem búist var við að yrði um hádegisbil. Þá er vitað um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada. Tveir þeirra koma frá Narsarsuaq og áætlar annar þeirra lendingu í Reykjavík klukkan 20.30 en hinn klukkan 21.50 í kvöld. Meiri óvissa ríkir um fjóra þrista sem staddir voru í Goose Bay í morgun og áætluðu að komast yfir til Grænlands í dag og svo áfram til Íslands í kvöld. Það skýrist væntanlega síðdegis hvort þeir muni ná til Reykjavíkur fyrir næturlokun vallarins klukkan 23 í kvöld, eða hvort þeim verði beint til Keflavíkur. Meðal þristanna sem héldu af landi brott í morgun var hinn sögufrægi „That's All, Brother", sem var forystuvél í innrásinni miklu í Normandí á D-deginum þann 6. júní 1944. Tilgangur þristaleiðangranna er einmitt að minnast þessa atburðar á 75 ára afmæli hans. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista á áttræðisaldri í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þrír þristar fóru raunar í loftið í morgun áleiðis til Prestvíkur í Skotlandi og áhöfn þess fjórða var nú á tólfta tímanum að undirbúa flugtak, sem búist var við að yrði um hádegisbil. Þá er vitað um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada. Tveir þeirra koma frá Narsarsuaq og áætlar annar þeirra lendingu í Reykjavík klukkan 20.30 en hinn klukkan 21.50 í kvöld. Meiri óvissa ríkir um fjóra þrista sem staddir voru í Goose Bay í morgun og áætluðu að komast yfir til Grænlands í dag og svo áfram til Íslands í kvöld. Það skýrist væntanlega síðdegis hvort þeir muni ná til Reykjavíkur fyrir næturlokun vallarins klukkan 23 í kvöld, eða hvort þeim verði beint til Keflavíkur. Meðal þristanna sem héldu af landi brott í morgun var hinn sögufrægi „That's All, Brother", sem var forystuvél í innrásinni miklu í Normandí á D-deginum þann 6. júní 1944. Tilgangur þristaleiðangranna er einmitt að minnast þessa atburðar á 75 ára afmæli hans.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15