Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 21:30 Á vettvangi glæpsins. Getty/Ian Stringer Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. Það er tiltölulega ný þróun að mótmælendur noti mjólkurhristinga til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Oftar en ekki hefur egg orðið fyrir valinu og hefur því vopni verið beitt á stjórnmálamenn á báðum vængjum stjórnmálanna, líkt og Ed Milliband, Fraser Anning og Árni Þór Sigurðsson geta borið vitni um. Í Bretlandi hefur mjólkurhristingurinn hins vegar orðið vopnið sem mótmælendur velja til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Beinist reiðin einkum að stjórnmálamönnum sem staðsett hafa sig yst á hægri vænt stjórnmálanna í Bretlandi, en flokkum sem þar halda sig hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Nýjasta dæmið er Brexit-flokkur Farage, sem er talinn líklegur til að bera sigur úr býtum í kosningunum í Bretlandi til Evrópuþingsins. Farage fékk að kenna á mjólkurhristingskastinu í vikunni er hann heimsótti Newcastle við litla kátínu hans sjálfs. Farage allur útataður í banana- og saltkaramellumjólkurhristingi.Hann er ekki sá eini. Stephen Yaxley-Lennon, betur þekktur sem Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi öfgahópsins English Defense League, fær reglulega að kenna á mjólkurhristingum, þar á meðal tvisvar á sama sólahringnum fyrir skemmstu.Carl Benjamin, meðlimur breska UKIP-flokksins og frambjóðandi til Evrópuþingsins, hefur einnig fengið yfir sig fjóra mjólkurhristinga. Flokksfélagi hans, Mark Meecham, virðist einnig óttast mjólkurhristingaef marka má orð hans á Twitter, fyrr í mánuðinum.„Svo það sé á hreinu, ef einhver ræðst á mig með mjólkurhristingi þá mun sá hinn sami þurfa að nota rörið til að innbyrða mat næstu mánuðina.“Raunar hafa andstæðingar þessara stjórnmálamanna, þeirra stjórnmálaafla sem þeir starfa fyrir og stjórnmálaskoðana sem þeir tala fyrir hvatt til frekari mjólkurhristingsárása undir myllumerkinu#SplashtheFash á Twitter.En af hverju mjólkurhristingur?Það er spurning sem blaðamaður New York Times reyndi að svara á dögunum.Danyaal Mahmud, sá sem fyrst kastaði mjólkurhristingi í Tommy Robinson, sagðist hafa gert það vegna þess að hann hafi mislíkað þar sem Robinson hafi verið að segja við hann. Hann hafi einfaldlega haldið á mjólkurhristingi fyrir tilviljun á því augnabliki og ákveðið að kasta honum í Robinson. Augnablikið náðist á myndband og fór það hratt um netheima.Benjamin Franks, heimspekingur við Háskólann í Glasgow, telur að ástæðan fyrir því af hverju mjólkurhristingur hafi orðið fyrir valinu sé tiltölulega einföld.„Ég held að þetta hafi náð athygli þeirra sem berjast gegn fasisma vegna þess að það er mikið af skyndibitastöðum í breskum borgum, það er auðvelt að nálgast þá og er, eða var í það minnsta, auðvelt að ganga með þá án þess að það vekji grunsemdir,“ sagði Franks í samtali við New York Times. Kevin Featherstone, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, telur þó að ástæðan sé önnur og táknrænni.„Sá sem fær þetta yfir sig lítur fáranlega út og missir hluta af áru sinni sem stjórnmálamaður. Árásarmaðurinn er að segja: Þú talar ekki fyrir mig, þú ert myrka hlið stjórnmálanna.“Líkt og fyrr segir hefur breska lögreglan ekki farið varhluta af þessu og því má búast við að hún verði á sérstöku varðbergi gagnvart mjólkurhristingum í aðdraganda kosninganna. Beiðni um að McDonalds selji ekki mjólkurhristina er Farage heimsækir Glasgow um helgina er liður í því. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46 Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. Það er tiltölulega ný þróun að mótmælendur noti mjólkurhristinga til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Oftar en ekki hefur egg orðið fyrir valinu og hefur því vopni verið beitt á stjórnmálamenn á báðum vængjum stjórnmálanna, líkt og Ed Milliband, Fraser Anning og Árni Þór Sigurðsson geta borið vitni um. Í Bretlandi hefur mjólkurhristingurinn hins vegar orðið vopnið sem mótmælendur velja til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Beinist reiðin einkum að stjórnmálamönnum sem staðsett hafa sig yst á hægri vænt stjórnmálanna í Bretlandi, en flokkum sem þar halda sig hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Nýjasta dæmið er Brexit-flokkur Farage, sem er talinn líklegur til að bera sigur úr býtum í kosningunum í Bretlandi til Evrópuþingsins. Farage fékk að kenna á mjólkurhristingskastinu í vikunni er hann heimsótti Newcastle við litla kátínu hans sjálfs. Farage allur útataður í banana- og saltkaramellumjólkurhristingi.Hann er ekki sá eini. Stephen Yaxley-Lennon, betur þekktur sem Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi öfgahópsins English Defense League, fær reglulega að kenna á mjólkurhristingum, þar á meðal tvisvar á sama sólahringnum fyrir skemmstu.Carl Benjamin, meðlimur breska UKIP-flokksins og frambjóðandi til Evrópuþingsins, hefur einnig fengið yfir sig fjóra mjólkurhristinga. Flokksfélagi hans, Mark Meecham, virðist einnig óttast mjólkurhristingaef marka má orð hans á Twitter, fyrr í mánuðinum.„Svo það sé á hreinu, ef einhver ræðst á mig með mjólkurhristingi þá mun sá hinn sami þurfa að nota rörið til að innbyrða mat næstu mánuðina.“Raunar hafa andstæðingar þessara stjórnmálamanna, þeirra stjórnmálaafla sem þeir starfa fyrir og stjórnmálaskoðana sem þeir tala fyrir hvatt til frekari mjólkurhristingsárása undir myllumerkinu#SplashtheFash á Twitter.En af hverju mjólkurhristingur?Það er spurning sem blaðamaður New York Times reyndi að svara á dögunum.Danyaal Mahmud, sá sem fyrst kastaði mjólkurhristingi í Tommy Robinson, sagðist hafa gert það vegna þess að hann hafi mislíkað þar sem Robinson hafi verið að segja við hann. Hann hafi einfaldlega haldið á mjólkurhristingi fyrir tilviljun á því augnabliki og ákveðið að kasta honum í Robinson. Augnablikið náðist á myndband og fór það hratt um netheima.Benjamin Franks, heimspekingur við Háskólann í Glasgow, telur að ástæðan fyrir því af hverju mjólkurhristingur hafi orðið fyrir valinu sé tiltölulega einföld.„Ég held að þetta hafi náð athygli þeirra sem berjast gegn fasisma vegna þess að það er mikið af skyndibitastöðum í breskum borgum, það er auðvelt að nálgast þá og er, eða var í það minnsta, auðvelt að ganga með þá án þess að það vekji grunsemdir,“ sagði Franks í samtali við New York Times. Kevin Featherstone, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, telur þó að ástæðan sé önnur og táknrænni.„Sá sem fær þetta yfir sig lítur fáranlega út og missir hluta af áru sinni sem stjórnmálamaður. Árásarmaðurinn er að segja: Þú talar ekki fyrir mig, þú ert myrka hlið stjórnmálanna.“Líkt og fyrr segir hefur breska lögreglan ekki farið varhluta af þessu og því má búast við að hún verði á sérstöku varðbergi gagnvart mjólkurhristingum í aðdraganda kosninganna. Beiðni um að McDonalds selji ekki mjólkurhristina er Farage heimsækir Glasgow um helgina er liður í því.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46 Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46
Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent