Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 18:33 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56