Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 14:52 Trump er mikið í mun um að upplýsingar um fjármál hans verði ekki gerðar opinber. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti áfrýjaði í dag úrskurði alríkisdómara um að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi rétt á fá fjárhagsupplýsingar um forsetann afhentar. Nefndin hefur krafið bókhaldsfyrirtæki forsetans um gögnin. Demókratar sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins vilja fá aðgang að fjárhagsupplýsingum Trump til að varpa ljósi á hvort að forsetinn eigi í hagsmunaárekstrum eða hafi brotið lög með því að slíta ekki á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt öllum öðrum forsetum og forsetaframbjóðendum undanfarinna áratuga. Hvíta húsið hefur reynt að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing fái aðgang að upplýsingum um Trump og fullyrtu fyrir dómi að eftirlitsnefndin færi út fyrir valdsvið sitt með því að krefjast þeirra. Alríkisdómari hafnaði þeirri lagatúlkun í gær og sagði að nefndin hefði rétt á að gefa út stefnur til að krefjast gagnanna. Lögmenn Trump áfrýjuðu þeim úrskurði til alríkisdómstól í Washington-borg í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bókhaldsfyrirtækið hefur sagst ætla að uppfylla lagaskyldur sínar en að það ætli að bíða niðurstöðu dómstóla. Trump og ríkisstjórn hans hafa tekið þá stefnu að hunsa allar tilraunir demókrata á Bandaríkjaþingi til að veita forsetanum aðhald með því að krefjast gagna. Auk þess að stefna til að koma í veg fyrir að fjárhagsupplýsingar hans verði birtar hefur Trump bannað embættismönnum sínum að bera vitni fyrir þingnefndum og fjármálaráðherranum að afhenda skattskýrslur hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti áfrýjaði í dag úrskurði alríkisdómara um að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi rétt á fá fjárhagsupplýsingar um forsetann afhentar. Nefndin hefur krafið bókhaldsfyrirtæki forsetans um gögnin. Demókratar sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins vilja fá aðgang að fjárhagsupplýsingum Trump til að varpa ljósi á hvort að forsetinn eigi í hagsmunaárekstrum eða hafi brotið lög með því að slíta ekki á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt öllum öðrum forsetum og forsetaframbjóðendum undanfarinna áratuga. Hvíta húsið hefur reynt að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing fái aðgang að upplýsingum um Trump og fullyrtu fyrir dómi að eftirlitsnefndin færi út fyrir valdsvið sitt með því að krefjast þeirra. Alríkisdómari hafnaði þeirri lagatúlkun í gær og sagði að nefndin hefði rétt á að gefa út stefnur til að krefjast gagnanna. Lögmenn Trump áfrýjuðu þeim úrskurði til alríkisdómstól í Washington-borg í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bókhaldsfyrirtækið hefur sagst ætla að uppfylla lagaskyldur sínar en að það ætli að bíða niðurstöðu dómstóla. Trump og ríkisstjórn hans hafa tekið þá stefnu að hunsa allar tilraunir demókrata á Bandaríkjaþingi til að veita forsetanum aðhald með því að krefjast gagna. Auk þess að stefna til að koma í veg fyrir að fjárhagsupplýsingar hans verði birtar hefur Trump bannað embættismönnum sínum að bera vitni fyrir þingnefndum og fjármálaráðherranum að afhenda skattskýrslur hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent