Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 00:56 Liðsmenn Hatara í Keflavík í kvöld, frá vinstri: Matthías Tryggvi, Andrean, Sólbjört, Einar Hrafn, Andri Hrafn og Karen Briem. Klemens og Ástrós eru í fremri röð. Gísli Berg Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira