Skemmdarvargar herja á leikskóla í Árbæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 22:13 Aðkoman að leikskólanum var heldur ófrýnileg í morgun. Facebook/Guðlaug Kristindsdóttir Á undanförnum vikum hafa ítrekað verið unnar umtalsverðar skemmdir á leikskólanum Rofaborg í Árbæ. Fyrri skipti hafa starfsmenn leikskólans mætt til vinnu þegar búið var að brjóta eina eða tvær rúður. Í dag tók steininn úr þegar tíu brotnar rúður mættu starfsfólki skólans. Í Facebook-færslu sem Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri deildi inn á hóp ætlaðan íbúum Árbæjar segir að undanfarnar vikur hafi reynst starfsfólki og börnum á Rofaborg erfiðar. „Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu okkar og lóð. Í byrjun var verið að brjóta 1-2 rúður í einu. „Umferðarspegill“ sem við notum til að fylgjast með blindu horni var eyðilagður. Þakklæðning á nýrri byggingunni okkar eru steinhnullungar og nokkrum sinnum höfum við þurft að týna þá upp út um allan garð eftir að einhverjir hafa gert sér leik að því að henda þeim niður af þakinu. Það er ekki gaman að koma ítrekað að húsinu og lóðinni í þessu ástandi.“Búið er að brjóta á annan tug rúða í húsinu.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirEins og áður segir náði eyðileggingin sem leikskólinn hefur mátt þola hámarki í gærkvöldi eða nótt, en í morgun kom starfsfólk að tíu nýbrotnum rúðum á húsnæði Rofaborgar. Þrjár af fimm deildum leikskólans eru nú að miklu leyti myrkvaðar, þar sem búið er að negla þjalir fyrir þær rúður sem brotnar hafa verið. Í samtali við fréttastofu sagði Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri Rofaborgar, að alls væri búið að brjóta 15 rúður á síðasta mánuðinum. Einlægur ásetningur skemmdarvarganna til að brjóta og eyðileggja sé augljós.Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir„Það eru stórir hnullungar teknir og þeim grýtt í gegn um rúðurnar af miklu afli og það er nánast eins og síðustu nótt hafi verið genginn berserksgangur um lóðina.“ Skemmdarvargarnir virðast þó ekki hafa látið sér nægja að brjóta rúður leikskólans þar sem einnig er búið að vinna skemmdir á grindverki sem afmarkar lóð leikskólans, ljós í nálægum ljósastaurum og spegil sem ætlað er að hjálpa fólki að sjá fyrir blindhorn. „Þetta er náttúrulega verst fyrir börnin. Þau hafa ekki skilning á því hvers vegna einhver vill skemma leikskólann þeirra,“ segir Þórunn.Skemmdir voru einnig unnar á grindverki umhverfis leikskólalóðina.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirAð lokum biðlar Þórunn til íbúa hverfisins að láta vita, sjái þeir einhverjar grunsamlegar mannaferðir við Rofaborg. „Ef það eru einhverjar ábendingar, einhver vitni eða einhver sem getur gefið okkur eða lögreglunni vísbendingar um hverjir þetta hugsanlega geta verið. Þetta er mjög mikil vanvirðing við vinnustað barnanna og þau skilja ekki af hverju einhver vill skemma leikskólann þeirra.“Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa ítrekað verið unnar umtalsverðar skemmdir á leikskólanum Rofaborg í Árbæ. Fyrri skipti hafa starfsmenn leikskólans mætt til vinnu þegar búið var að brjóta eina eða tvær rúður. Í dag tók steininn úr þegar tíu brotnar rúður mættu starfsfólki skólans. Í Facebook-færslu sem Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri deildi inn á hóp ætlaðan íbúum Árbæjar segir að undanfarnar vikur hafi reynst starfsfólki og börnum á Rofaborg erfiðar. „Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu okkar og lóð. Í byrjun var verið að brjóta 1-2 rúður í einu. „Umferðarspegill“ sem við notum til að fylgjast með blindu horni var eyðilagður. Þakklæðning á nýrri byggingunni okkar eru steinhnullungar og nokkrum sinnum höfum við þurft að týna þá upp út um allan garð eftir að einhverjir hafa gert sér leik að því að henda þeim niður af þakinu. Það er ekki gaman að koma ítrekað að húsinu og lóðinni í þessu ástandi.“Búið er að brjóta á annan tug rúða í húsinu.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirEins og áður segir náði eyðileggingin sem leikskólinn hefur mátt þola hámarki í gærkvöldi eða nótt, en í morgun kom starfsfólk að tíu nýbrotnum rúðum á húsnæði Rofaborgar. Þrjár af fimm deildum leikskólans eru nú að miklu leyti myrkvaðar, þar sem búið er að negla þjalir fyrir þær rúður sem brotnar hafa verið. Í samtali við fréttastofu sagði Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri Rofaborgar, að alls væri búið að brjóta 15 rúður á síðasta mánuðinum. Einlægur ásetningur skemmdarvarganna til að brjóta og eyðileggja sé augljós.Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir„Það eru stórir hnullungar teknir og þeim grýtt í gegn um rúðurnar af miklu afli og það er nánast eins og síðustu nótt hafi verið genginn berserksgangur um lóðina.“ Skemmdarvargarnir virðast þó ekki hafa látið sér nægja að brjóta rúður leikskólans þar sem einnig er búið að vinna skemmdir á grindverki sem afmarkar lóð leikskólans, ljós í nálægum ljósastaurum og spegil sem ætlað er að hjálpa fólki að sjá fyrir blindhorn. „Þetta er náttúrulega verst fyrir börnin. Þau hafa ekki skilning á því hvers vegna einhver vill skemma leikskólann þeirra,“ segir Þórunn.Skemmdir voru einnig unnar á grindverki umhverfis leikskólalóðina.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirAð lokum biðlar Þórunn til íbúa hverfisins að láta vita, sjái þeir einhverjar grunsamlegar mannaferðir við Rofaborg. „Ef það eru einhverjar ábendingar, einhver vitni eða einhver sem getur gefið okkur eða lögreglunni vísbendingar um hverjir þetta hugsanlega geta verið. Þetta er mjög mikil vanvirðing við vinnustað barnanna og þau skilja ekki af hverju einhver vill skemma leikskólann þeirra.“Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira