Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 19:41 Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslari Austurríkis. ean Gallup/Getty Allir ráðherrar austurríska jaðar-hægriflokksins sem kennir sig við frelsi hafa sagt af sér í kjölfar hneykslismáls þar sem formaður flokksins og varakanslari Austurríkis náðist á myndband reyna að kaupa sér og flokki sínum jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Á föstudag birtu miðlarnir Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung myndband þar sem Heinz-Christian Strache, nú fyrrum leiðtogi Frelsisflokksins og varakanslari Austurríkis, virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. Myndbandið var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Strache sagði af sér á laugardag vegna málsins, auk þess sem Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sleit ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns, Þjóðarflokksins, við Frelsisflokkinn og boðaði til kosninga. Auk varakanslarans fyrrverandi hafa fjórir ráðherrar flokksins nú sagt af sér vegna málsins. Það eru þau Herbert Kickl innanríkisráðherra, Mari Kunasek varnarmálaráðherra, Beate Hartinger-Klein, félags- heilbrigðis- vinnu- og neytendamálaráðherra, og Norbert Hofer, nýsköpunar- tækni- og ferðamálaráðherra. Við þennan lista bætist svo Karin Kneissl utanríkisráðherra. Hún er tilheyrir engum flokki opinberlega og telst því óháð, en var útnefnd í embætti sitt af Frelsisflokknum. Ástæða afsagnarinnar er sú að eftir að málið komst í hámæli kallaði Kurz eftir því að innanríkisráðherrann, Herbert Kickl, sem einnig er aðalritari Frelsisflokksins, tæki pokann sinn vegna málsins. Ráðherrar Frelsisflokksins svöruðu því með hótun um að segja allir af sér, yrði Kickl bolað úr embætti. Kurz hélt kröfu sinni aftur á móti til streitu og því fór svo að allir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Allir ráðherrar austurríska jaðar-hægriflokksins sem kennir sig við frelsi hafa sagt af sér í kjölfar hneykslismáls þar sem formaður flokksins og varakanslari Austurríkis náðist á myndband reyna að kaupa sér og flokki sínum jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Á föstudag birtu miðlarnir Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung myndband þar sem Heinz-Christian Strache, nú fyrrum leiðtogi Frelsisflokksins og varakanslari Austurríkis, virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. Myndbandið var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Strache sagði af sér á laugardag vegna málsins, auk þess sem Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sleit ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns, Þjóðarflokksins, við Frelsisflokkinn og boðaði til kosninga. Auk varakanslarans fyrrverandi hafa fjórir ráðherrar flokksins nú sagt af sér vegna málsins. Það eru þau Herbert Kickl innanríkisráðherra, Mari Kunasek varnarmálaráðherra, Beate Hartinger-Klein, félags- heilbrigðis- vinnu- og neytendamálaráðherra, og Norbert Hofer, nýsköpunar- tækni- og ferðamálaráðherra. Við þennan lista bætist svo Karin Kneissl utanríkisráðherra. Hún er tilheyrir engum flokki opinberlega og telst því óháð, en var útnefnd í embætti sitt af Frelsisflokknum. Ástæða afsagnarinnar er sú að eftir að málið komst í hámæli kallaði Kurz eftir því að innanríkisráðherrann, Herbert Kickl, sem einnig er aðalritari Frelsisflokksins, tæki pokann sinn vegna málsins. Ráðherrar Frelsisflokksins svöruðu því með hótun um að segja allir af sér, yrði Kickl bolað úr embætti. Kurz hélt kröfu sinni aftur á móti til streitu og því fór svo að allir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04
Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30