Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 17:28 Fyrsti þristurinn í leiðangrinum lenti í gærkvöldi og flaug áfram til Skotlands í dag. Vísir/Vilhelm. Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. Þetta þýðir á fjórði þristurinn mun sennilega þurfa að lenda í Keflavík í kvöld þar sem reglur Reykjavíkurflugvallar banna lendingar þar eftir klukkan 23. Fyrr í dag var sótt um undanþágu frá banninu en Samgöngustofa hafnaði þeirri ósk. Siðdegis á morgun er búist við fimm til sex þristum til viðbótar, en sá fyrsti kom í gærkvöldi og flaug áfram í hádeginu í dag. Flugvélarnar verða væntanlega til sýnis almenningi á miðvikudag en þeim verður lagt á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en óvíst að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar. Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins og Þristavinafélagsins.Flugvélunum verður lagt á að aflagða brautarendann norðan við Loftleiðahótelið.Vísir/Vilhelm.Í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni verður efnt til athafnar þar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund og stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Vélar Bandaríkjamanna munu bætast í hóp sams konar véla frá Evrópu og Ástralíu og er þeim stefnt saman í Englandi áður en flogið verður yfir Ermarsund 6. júní. Gert ráð fyrir alls kringum 30 vélum og munu um 250 fallhlífastökkvarar verða með vélunum og lenda á strönd Frakklands. Allar vélarnar eru áratuga gamlar og Þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins og hafa því einstaklingar sem félög víða um heim kappkostað að viðhalda þessum vélum, halda þeim flughæfum og sýna þær við sérstök tækifæri. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15. Þetta þýðir á fjórði þristurinn mun sennilega þurfa að lenda í Keflavík í kvöld þar sem reglur Reykjavíkurflugvallar banna lendingar þar eftir klukkan 23. Fyrr í dag var sótt um undanþágu frá banninu en Samgöngustofa hafnaði þeirri ósk. Siðdegis á morgun er búist við fimm til sex þristum til viðbótar, en sá fyrsti kom í gærkvöldi og flaug áfram í hádeginu í dag. Flugvélarnar verða væntanlega til sýnis almenningi á miðvikudag en þeim verður lagt á stæði norðan við byggingu Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Stefnt var að því að sýna vélarnar á morgun, þriðjudag, en óvíst að af því verði fyrr en á miðvikudag og verður tímasetning auglýst nánar. Flugmálafélag Íslands, Isavia og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa samvinnu um að taka á móti vélunum og aðstoða hópinn eftir þörfum, samkvæmt upplýsingum Flugmálafélagsins og Þristavinafélagsins.Flugvélunum verður lagt á að aflagða brautarendann norðan við Loftleiðahótelið.Vísir/Vilhelm.Í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni verður efnt til athafnar þar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund og stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Vélar Bandaríkjamanna munu bætast í hóp sams konar véla frá Evrópu og Ástralíu og er þeim stefnt saman í Englandi áður en flogið verður yfir Ermarsund 6. júní. Gert ráð fyrir alls kringum 30 vélum og munu um 250 fallhlífastökkvarar verða með vélunum og lenda á strönd Frakklands. Allar vélarnar eru áratuga gamlar og Þristurinn skipar merkilegan sess í flugsögu heimsins og hafa því einstaklingar sem félög víða um heim kappkostað að viðhalda þessum vélum, halda þeim flughæfum og sýna þær við sérstök tækifæri.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík. 20. maí 2019 15:15