Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 15:15 Fyrsti þristurinn, sem þjónar hópfluginu sem undanfari, í flaug frá Reykjavík í hádeginu til Skotlands. Vísir/Vilhelm. Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30