Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2019 15:15 Fyrsti þristurinn, sem þjónar hópfluginu sem undanfari, í flaug frá Reykjavík í hádeginu til Skotlands. Vísir/Vilhelm. Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík í kvöld eða nótt. Að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins, er nú verið að kanna hjá Samgöngustofu hvort hægt sé að fá undanþágu fyrir lendingu flugvélanna í Reykjavík eftir klukkan 23, reynist þær verða svo seint á ferðinni. Flugvélarnar, alls fimm talsins í þessum hópi, lögðu af stað frá Goose Bay í Kanada í morgun og voru væntanlegar til Grænlands núna um miðjan í dag. Þar var ætlunin að taka stutt eldsneytisstopp en halda síðan áfram för til Reykjavíkur. Takist greiðlega að þjónusta vélarnar í Narsarsuaq, og þær komist fljótt aftur í loftið, er ekki útlokað að þær nái til Reykjavíkur fyrir lokun í kvöld en það skýrist betur síðdegis. Þá er einnig hugsanlegt að brottför frá Grænlandi verði frestað til morguns. Næsti hópur, alls sex vélar, áætlar brottför frá Kanada á morgun.Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, á Reykjavíkurflugvelli þegar undanfarinn var að leggja af stað í hádeginu.Vísir/Vilhelm.Íslenskir flugáhugamenn hafa beðið spenntir komu flugvélanna, en Tómas Dagur segir þetta hópflug einstakan atburð; að svo gamlar og sögufrægar vélar fari svo margar saman yfir Atlantshafið sé í raun stórviðburður. Vegna óvissunnar um komutíma og komustað er beðið með ákvörðun um hvort unnt verði að gefa almenningi kost á að skoða flugvélarnar, eins og stefnt hafði verið að á Reykjavíkurflugvelli á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur, vegna bilunar í öðrum hreyfli, en flugvirkjar vinna núna að viðgerð.Þristurinn Clipper Tabitha May leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Flugstjórinn, Robert S. Randazzo, er jafnframt eigandi vélarinnar, sem máluð er í litum Pan Am-flugfélagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Vísir/Vilhelm.Fyrsta vélin í leiðangrinum, kölluð Clipper Tabitha May, sem hefur hlutverk undanfara, kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Flaug hún svo áfram til Prestvíkur í Skotlandi í hádeginu. Hópflug þristanna er liður í minningarathöfnum sem haldnar verða í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní næstkomandi verða 75 ár liðin frá D-deginum, þegar innrás Bandamanna hófst í Normandí í Frakklandi.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi. 20. maí 2019 11:15
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30