Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2019 22:00 Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum. Lögreglumál Tækni Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum.
Lögreglumál Tækni Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira