Rúllubaggamenn Hannes Pétursson skrifar 31. maí 2019 08:15 Hér á landi starfa saman í pólitískum félagsskap allmargir menn þeirrar vissu að ESB leggi sig fram um að gera Íslandi allt sem verða má til ills og bölvunar. Þeir eru hinir mestu fullveldisberserkir eins og geta má nærri og blása við og við til herferða, rúllubaggaherferða, gegn „erlendu valdi“. Nafngiftin rúllubaggaherferð er til komin vegna þess að formaður félagsskaparins lét eitt sinn ljósmynda sig hjá stærðarinnar rúllubagga sem á hafði verður límdur miði með kjörorði: „Nei við ESB“. Í fréttablöðum þar sem myndin birtist var sagt til skýringar að rúlluböggum með álímdum miða af sama toga yrði á næstunni dreift með vegum fram um allar sveitir landsins og við heimreiðir að bændabýlum. Snarpur spjótaþytur í lofti var auðheyranlegur hverjum þeim sem skoðaði grannt þessa fullveldismynd. Hins vegar brá svo undarlega við að baggarnir urðu ekki fleiri en þessi eini (kannski annar til viðbótar í afdölum, aldrei ljósmyndaður). Skýringin hlýtur að vera sú ein að bændur, þar á meðal „ungir bændur“, hafi tekið budduna langt fram yfir fjandskap sinn í garð ESB þegar til kastanna kom, þeim hafi sem sagt ekki litizt á að heilsa ferðafólki sunnan úr Evrópusambandinu með þessum sérmerktu rúlluböggum, hvort heldur nú væri við heimreiðir, hjá minjagripaskúrum, bændagistingarbæjum eða úreltum fjósum og súrheysturnum sem umbylt hafði verið í gallerí, að ekki sé minnzt á alla beint-frá-býli-staðina. Neitakk, ekki skemma bisnissinn, ekki þessa rúllubagga á almannafæri, við skulum bara steyta görn í Bændablaðinu, það les hvort sem er enginn útlendingur. Þannig fór í það skiptið fyrir hinum hreinhjörtuðu. Nú hafa þeir samt enn og aftur lagt upp í baggaherferð, því fullveldisberserkir standa nótt og dag, þegar þetta er skrifað, í málstofu Alþingis og tala hver við annan um rafmagn og Íslands þúsund ár, en „ræðuhjómið hljóðir á/ hlusta tómir stólar“ eins og segir í þingvísunni gömlu. Óvíst þykir hvenær kjálkarnir á þeim verða straumlausir. Annars er merkilegt að ekki verður betur skilið svona „aðallega og yfirleitt“ en að íslenzka fullveldið sé öldungis sérstakrar tegundar í heiminum, það étist upp jafnt og þétt við hvern milliríkjagjörning og verði loks að alls engu, fari svo til dæmis að Ísland gerist eitt af aðildarríkjum ESB, leggi með öðrum orðum til hliðar þetta „Norway model“ sem Davíð Oddsson þáði úr lófa Jóns Baldvins Hannibalssonar hérna um árið þegar hann vatt sér í Viðeyjarklaustur við hlið Jóni, enda glóði ómótstæðileg tálbeita fyrir augum hans: forsætisráðherrastóllinn. Ella tvísýnt hvernig farið hefði hérlendis um það módel. Það vekur eftirtekt að nokkrar Evrópuþjóðir sem urðu fullvalda 1918, en nú komnar í Evrópusambandið, héldu í fyrra, rétt eins og Íslendingar, hátíðir til þess að fagna fullveldi sínu. Meðal þeirra voru vinir okkar, Finnar og Eistar. Eigi að síður glumra berserkirnir: Með aðild að ESB fyrirgerir hver þjóð fullveldi sínu í eitt skipti fyrir öll. Ef satt skyldi vera, þá hefur að engu orðið hin annálaða slitvinna Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir endurheimt fullveldis Eystrasaltsþjóða þegar Rússar misstu tökin á Austur-Evrópu, þær þjóðir gerðu sér lítið fyrir og afsöluðu sér glaðar dýrkeyptu fullveldi árið 2004 með inngöngu í ESB! Er það Jóni sárt tilhugsunar? Ef til vill. Að minnsta kosti er hann nú, segjum hálft um hálft, orðinn einn af rúllubaggamönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hannes Pétursson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi starfa saman í pólitískum félagsskap allmargir menn þeirrar vissu að ESB leggi sig fram um að gera Íslandi allt sem verða má til ills og bölvunar. Þeir eru hinir mestu fullveldisberserkir eins og geta má nærri og blása við og við til herferða, rúllubaggaherferða, gegn „erlendu valdi“. Nafngiftin rúllubaggaherferð er til komin vegna þess að formaður félagsskaparins lét eitt sinn ljósmynda sig hjá stærðarinnar rúllubagga sem á hafði verður límdur miði með kjörorði: „Nei við ESB“. Í fréttablöðum þar sem myndin birtist var sagt til skýringar að rúlluböggum með álímdum miða af sama toga yrði á næstunni dreift með vegum fram um allar sveitir landsins og við heimreiðir að bændabýlum. Snarpur spjótaþytur í lofti var auðheyranlegur hverjum þeim sem skoðaði grannt þessa fullveldismynd. Hins vegar brá svo undarlega við að baggarnir urðu ekki fleiri en þessi eini (kannski annar til viðbótar í afdölum, aldrei ljósmyndaður). Skýringin hlýtur að vera sú ein að bændur, þar á meðal „ungir bændur“, hafi tekið budduna langt fram yfir fjandskap sinn í garð ESB þegar til kastanna kom, þeim hafi sem sagt ekki litizt á að heilsa ferðafólki sunnan úr Evrópusambandinu með þessum sérmerktu rúlluböggum, hvort heldur nú væri við heimreiðir, hjá minjagripaskúrum, bændagistingarbæjum eða úreltum fjósum og súrheysturnum sem umbylt hafði verið í gallerí, að ekki sé minnzt á alla beint-frá-býli-staðina. Neitakk, ekki skemma bisnissinn, ekki þessa rúllubagga á almannafæri, við skulum bara steyta görn í Bændablaðinu, það les hvort sem er enginn útlendingur. Þannig fór í það skiptið fyrir hinum hreinhjörtuðu. Nú hafa þeir samt enn og aftur lagt upp í baggaherferð, því fullveldisberserkir standa nótt og dag, þegar þetta er skrifað, í málstofu Alþingis og tala hver við annan um rafmagn og Íslands þúsund ár, en „ræðuhjómið hljóðir á/ hlusta tómir stólar“ eins og segir í þingvísunni gömlu. Óvíst þykir hvenær kjálkarnir á þeim verða straumlausir. Annars er merkilegt að ekki verður betur skilið svona „aðallega og yfirleitt“ en að íslenzka fullveldið sé öldungis sérstakrar tegundar í heiminum, það étist upp jafnt og þétt við hvern milliríkjagjörning og verði loks að alls engu, fari svo til dæmis að Ísland gerist eitt af aðildarríkjum ESB, leggi með öðrum orðum til hliðar þetta „Norway model“ sem Davíð Oddsson þáði úr lófa Jóns Baldvins Hannibalssonar hérna um árið þegar hann vatt sér í Viðeyjarklaustur við hlið Jóni, enda glóði ómótstæðileg tálbeita fyrir augum hans: forsætisráðherrastóllinn. Ella tvísýnt hvernig farið hefði hérlendis um það módel. Það vekur eftirtekt að nokkrar Evrópuþjóðir sem urðu fullvalda 1918, en nú komnar í Evrópusambandið, héldu í fyrra, rétt eins og Íslendingar, hátíðir til þess að fagna fullveldi sínu. Meðal þeirra voru vinir okkar, Finnar og Eistar. Eigi að síður glumra berserkirnir: Með aðild að ESB fyrirgerir hver þjóð fullveldi sínu í eitt skipti fyrir öll. Ef satt skyldi vera, þá hefur að engu orðið hin annálaða slitvinna Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir endurheimt fullveldis Eystrasaltsþjóða þegar Rússar misstu tökin á Austur-Evrópu, þær þjóðir gerðu sér lítið fyrir og afsöluðu sér glaðar dýrkeyptu fullveldi árið 2004 með inngöngu í ESB! Er það Jóni sárt tilhugsunar? Ef til vill. Að minnsta kosti er hann nú, segjum hálft um hálft, orðinn einn af rúllubaggamönnum.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun