Engin skilyrði, engin gögn Þorvaldur Gylfason skrifar 30. maí 2019 06:00 Reykjavík – Nú er hún loksins komin fyrir augu almennings skýrslan sem Seðlabanki Íslands tók sér tíu og hálft ár til að skila um lánveitingu bankans til Kaupþings 6. október 2008. Tímasetningin er söguleg. Hafi lánveitingin varðað við lög fyrndist meint sök 6. október 2018 þar eð málið var ekki sett í rannsókn. Bankaráði Seðlabankans ber skv. lögum að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög. Bankaráðinu bar því að biðja um opinbera rannsókn á Kaupþingsláninu. Bankaráðið gerði það ekki þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Fundargerðum ráðsins er haldið leyndum. Engar upplýsingar … Skýrsla Seðlabankans um Kaupþingslánið er um 50 bls. að lengd en aðeins fimm síðum er varið í kjarna málsins, sjálfa lánveitinguna. Meginefni skýrslunnar er sjálfsvörn bankans gegn vafasömum aðfinnslum í þá veru að það sé nýrri stjórn bankans eftir hrun að kenna að veðið að baki láninu dugði ekki nema fyrir endurheimt fjárins til hálfs. Í skýrslunni segir (bls. 8 og 10): „Í Seðlabankanum finnast engin gögn sem túlka má sem lánsbeiðni frá Kaupþingi, þar sem fram koma óskir um lánsfjárhæð, lánstíma og önnur lánskjör ásamt upplýsingum um það hvernig nýta ætti lánsféð ... Ekki var … gerð skrifleg bankastjórnarsamþykkt um lánveitinguna. … Til stóð að ganga frá lánssamningi í beinu framhaldi af undirritun veðyfirlýsingarinnar en vegna þeirrar atburðarásar sem hófst með setningu neyðarlaganna síðar þennan sama dag varð aldrei af því. … Af hálfu Seðlabankans voru Kaupþingi engin skilyrði sett fyrir ráðstöfun lánsfjárhæðarinnar. ... Í Seðlabankanum var engar upplýsingar að finna um ráðstöfun lánsfjárins.“ Og bankastjórinn fv. heyrist segja í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ „Engin lög voru brotin,“ segir nv. bankastjóri um málið nú. Betur hefði farið á að láta dómstóla skera úr um þann þátt málsins frekar en eftirmann meints sakbornings. … og ekkert Rússagull Lánið til Kaupþings nam 500 milljónum evra. Daginn eftir, 7. október 2008, birti Seðlabankinn svohljóðandi frétt: „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra. … Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.“ Af þessu varð þó ekki. Í skýrslu Seðlabankans kemur ekkert nýtt fram um ráðstöfun lánsfjárins. Fjölmiðlar og dómstólar höfðu áður upplýst að sama dag og Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra rann þriðjungur fjárins beint til Tortólu. Nánar tiltekið veitti Kaupþing félagi í hlutaeigu eins eigenda bankans lán að upphæð 171 milljón evra og veitti daginn eftir tvö önnur lán, samtals 50 milljónir evra, til tveggja félaga í hliðstæðri eigu (síðara málið er enn fyrir dómstólum). Ekki verður séð að Kaupþing hafi þurft að veita félögum eigenda sinna þessi lán í boði Seðlabankans til að halda velli enda féll Kaupþing þrem dögum síðar. Ekki verður heldur séð að Seðlabankinn telji neitt athugavert við þessar lánveitingar eða annan mokstur út úr bönkunum í miðju hruni. Seðlabankinn á einnig eftir að svara því hvers vegna hann hefur vanrækt að heimta upprunavottorð af þeim sem hafa flutt fé til Íslands á vildarkjörum eftir hrun. Seðlabankinn og FME Sinnuleysi Seðlabankans frammi fyrir lögbrotum í bankakerfinu er áhyggjuefni m.a. vegna þess að ítrekaðar tilraunir bankans til að sölsa undir sig Fjármálaeftirlitið virðast nú vera í þann veginn að takast. Hefði FME sent nær 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið verið deild í Seðlabankanum? Ekki virðist það líklegt. Væntanlegri innlimun FME í Seðlabankann virðist m.a. ætlað að koma allri meðvirkni með brokkgengum bankamönnum fyrir á einum öruggum stað. Sinnuleysið gagnvart lögbrotum snertir Seðlabankann sjálfan. Einn hrunbankastjóranna þriggja sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er kominn aftur til starfa í bankanum. Hátt settur starfsmaður bankans viðurkenndi fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Brotið var talið hafa fyrnzt 2010. Hinn brotlegi virðist ekki hafa fengið meira tiltal innan bankans en svo að hann er nú meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Fróðlegt verður að sjá hvernig hæfnisnefnd fjallar um umsókn hans og annarra. Maður veit aldrei … Fróðlegt verður einnig að sjá hvernig forsætisráðherra fer með umsagnir hæfnisnefndarinnar. Rifjast nú upp fleyg ummæli þv. ráðherra um prýðilegan umsækjanda um dómarastarf í Hæstarétti: „Nei, hann gengur ekki, maður veit aldrei hvar maður hefur hann.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Reykjavík – Nú er hún loksins komin fyrir augu almennings skýrslan sem Seðlabanki Íslands tók sér tíu og hálft ár til að skila um lánveitingu bankans til Kaupþings 6. október 2008. Tímasetningin er söguleg. Hafi lánveitingin varðað við lög fyrndist meint sök 6. október 2018 þar eð málið var ekki sett í rannsókn. Bankaráði Seðlabankans ber skv. lögum að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög. Bankaráðinu bar því að biðja um opinbera rannsókn á Kaupþingsláninu. Bankaráðið gerði það ekki þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Fundargerðum ráðsins er haldið leyndum. Engar upplýsingar … Skýrsla Seðlabankans um Kaupþingslánið er um 50 bls. að lengd en aðeins fimm síðum er varið í kjarna málsins, sjálfa lánveitinguna. Meginefni skýrslunnar er sjálfsvörn bankans gegn vafasömum aðfinnslum í þá veru að það sé nýrri stjórn bankans eftir hrun að kenna að veðið að baki láninu dugði ekki nema fyrir endurheimt fjárins til hálfs. Í skýrslunni segir (bls. 8 og 10): „Í Seðlabankanum finnast engin gögn sem túlka má sem lánsbeiðni frá Kaupþingi, þar sem fram koma óskir um lánsfjárhæð, lánstíma og önnur lánskjör ásamt upplýsingum um það hvernig nýta ætti lánsféð ... Ekki var … gerð skrifleg bankastjórnarsamþykkt um lánveitinguna. … Til stóð að ganga frá lánssamningi í beinu framhaldi af undirritun veðyfirlýsingarinnar en vegna þeirrar atburðarásar sem hófst með setningu neyðarlaganna síðar þennan sama dag varð aldrei af því. … Af hálfu Seðlabankans voru Kaupþingi engin skilyrði sett fyrir ráðstöfun lánsfjárhæðarinnar. ... Í Seðlabankanum var engar upplýsingar að finna um ráðstöfun lánsfjárins.“ Og bankastjórinn fv. heyrist segja í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ „Engin lög voru brotin,“ segir nv. bankastjóri um málið nú. Betur hefði farið á að láta dómstóla skera úr um þann þátt málsins frekar en eftirmann meints sakbornings. … og ekkert Rússagull Lánið til Kaupþings nam 500 milljónum evra. Daginn eftir, 7. október 2008, birti Seðlabankinn svohljóðandi frétt: „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra. … Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.“ Af þessu varð þó ekki. Í skýrslu Seðlabankans kemur ekkert nýtt fram um ráðstöfun lánsfjárins. Fjölmiðlar og dómstólar höfðu áður upplýst að sama dag og Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra rann þriðjungur fjárins beint til Tortólu. Nánar tiltekið veitti Kaupþing félagi í hlutaeigu eins eigenda bankans lán að upphæð 171 milljón evra og veitti daginn eftir tvö önnur lán, samtals 50 milljónir evra, til tveggja félaga í hliðstæðri eigu (síðara málið er enn fyrir dómstólum). Ekki verður séð að Kaupþing hafi þurft að veita félögum eigenda sinna þessi lán í boði Seðlabankans til að halda velli enda féll Kaupþing þrem dögum síðar. Ekki verður heldur séð að Seðlabankinn telji neitt athugavert við þessar lánveitingar eða annan mokstur út úr bönkunum í miðju hruni. Seðlabankinn á einnig eftir að svara því hvers vegna hann hefur vanrækt að heimta upprunavottorð af þeim sem hafa flutt fé til Íslands á vildarkjörum eftir hrun. Seðlabankinn og FME Sinnuleysi Seðlabankans frammi fyrir lögbrotum í bankakerfinu er áhyggjuefni m.a. vegna þess að ítrekaðar tilraunir bankans til að sölsa undir sig Fjármálaeftirlitið virðast nú vera í þann veginn að takast. Hefði FME sent nær 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið verið deild í Seðlabankanum? Ekki virðist það líklegt. Væntanlegri innlimun FME í Seðlabankann virðist m.a. ætlað að koma allri meðvirkni með brokkgengum bankamönnum fyrir á einum öruggum stað. Sinnuleysið gagnvart lögbrotum snertir Seðlabankann sjálfan. Einn hrunbankastjóranna þriggja sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er kominn aftur til starfa í bankanum. Hátt settur starfsmaður bankans viðurkenndi fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Brotið var talið hafa fyrnzt 2010. Hinn brotlegi virðist ekki hafa fengið meira tiltal innan bankans en svo að hann er nú meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Fróðlegt verður að sjá hvernig hæfnisnefnd fjallar um umsókn hans og annarra. Maður veit aldrei … Fróðlegt verður einnig að sjá hvernig forsætisráðherra fer með umsagnir hæfnisnefndarinnar. Rifjast nú upp fleyg ummæli þv. ráðherra um prýðilegan umsækjanda um dómarastarf í Hæstarétti: „Nei, hann gengur ekki, maður veit aldrei hvar maður hefur hann.“
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar