Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Arnar Geir Halldórsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. júní 2019 22:30 Uppþvotabursta beint að Emre í flugstöðinni í Keflavík. Blóðheitir stuðningsmenn Tyrkja vilja komast að því hver hann er. Gera þeir ráð fyrir að um íslenskan blaðamann sé að ræða, sem er ekki tilfellið. Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira