Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 12:45 Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air. Vísir Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Spá hressilegri vaxalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Sjá meira
Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Spá hressilegri vaxalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Sjá meira