Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 12:45 Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air. Vísir Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira