Milljarðar í hættu vegna gróðurelda Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 11:38 Sumarhúsabyggðin í Grímsnesi er ansi viðkvæm gagnvart gróðurheldum. FBLHAG Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vonar innilega að fólk fari varlega með eldfæri úti í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Veðurstofa Íslands varaði við því í morgun að gróður sé orðinn mjög þurr um landið sunnan—og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri í Árnessýslu biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart gróðureldum og grípa inn í ef það sér eld og reyna að kæfa hann í fæðingu. Fyrir utan þau mannslíf sem gætu verið í húfi þá er afar mikið undir fjárhagslega, sérstaklega í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi þar sem er mikill trjágróður og eignir inni á milli sem skipta milljörðum í virði. Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá. Pétur segir sumarhúsaeigendur afar meðvitaða um þessa hættu. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir henni. Slökkviliðsmenn voru nýverið kallaðir út vegna gróðurelds á Nesjavöllum þar sem ferðamaður hafði skottast upp á fjall og kveikt í einnota grilli á þurrum mosa.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Biður Pétur reykingafólk sérstaklega að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt. Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna. Þá geta gróðureldar kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi. Slökkviliðsmenn þurftu til dæmis einu sinni að bregðast hratt við þegar ökumaður hafði fest bíl í grónu landi en þar kviknaði eldur þegar pústið komst í snertingu við þurra sinu. Þá getur brotnað úr bremsudiskum og brotin kastast í þurran gróður en Pétur tekur fram að það sé hins vegar erfitt fyrir ökumenn að taka eftir því. Þá rekur Pétur sögu af sumarhúsaeiganda sem ætlaði að útrýma öllu illgresi í garðinum með svokölluðum illgresisbrennara. „Það er ekki góð hugmynd í svona tíð í bústaðnum,“ segir Pétur. Hann hvetur sumarhúsaeigendur til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klára og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar. Pétur segir slökkviliðsmenn á Suðurlandi vana ýmsu en ekki sé hægt að segja að þeir séu rólegir yfir þeirri tíð sem er fram undan miðað við veðurspána. Í Árnessýslu eru sjö starfsstöðvar og 120 slökkviliðsmenn til taks sem eru vel tækjum búnir. Slökkvilið Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu vonar innilega að fólk fari varlega með eldfæri úti í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir. Veðurstofa Íslands varaði við því í morgun að gróður sé orðinn mjög þurr um landið sunnan—og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri í Árnessýslu biður fólk um að vera á varðbergi gagnvart gróðureldum og grípa inn í ef það sér eld og reyna að kæfa hann í fæðingu. Fyrir utan þau mannslíf sem gætu verið í húfi þá er afar mikið undir fjárhagslega, sérstaklega í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi þar sem er mikill trjágróður og eignir inni á milli sem skipta milljörðum í virði. Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá. Pétur segir sumarhúsaeigendur afar meðvitaða um þessa hættu. Það gera sér þó ekki allir grein fyrir henni. Slökkviliðsmenn voru nýverið kallaðir út vegna gróðurelds á Nesjavöllum þar sem ferðamaður hafði skottast upp á fjall og kveikt í einnota grilli á þurrum mosa.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Biður Pétur reykingafólk sérstaklega að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni. Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt. Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna. Þá geta gróðureldar kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi. Slökkviliðsmenn þurftu til dæmis einu sinni að bregðast hratt við þegar ökumaður hafði fest bíl í grónu landi en þar kviknaði eldur þegar pústið komst í snertingu við þurra sinu. Þá getur brotnað úr bremsudiskum og brotin kastast í þurran gróður en Pétur tekur fram að það sé hins vegar erfitt fyrir ökumenn að taka eftir því. Þá rekur Pétur sögu af sumarhúsaeiganda sem ætlaði að útrýma öllu illgresi í garðinum með svokölluðum illgresisbrennara. „Það er ekki góð hugmynd í svona tíð í bústaðnum,“ segir Pétur. Hann hvetur sumarhúsaeigendur til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klára og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar. Pétur segir slökkviliðsmenn á Suðurlandi vana ýmsu en ekki sé hægt að segja að þeir séu rólegir yfir þeirri tíð sem er fram undan miðað við veðurspána. Í Árnessýslu eru sjö starfsstöðvar og 120 slökkviliðsmenn til taks sem eru vel tækjum búnir.
Slökkvilið Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira