Segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 14:09 Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira