Afreksmenn Óttar Guðmundsson skrifar 8. júní 2019 17:00 Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Afreksmenn okkar hafa þó skarað fram úr í öðrum veigamiklum en óþekktum greinum. Einu sinni áttum við heimsmeistara í hástökki innanhúss án atrennu. Íslendingur var Evrópu- og heimsmeistari í þolfimi fyrir 20 árum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins en síðan hefur enginn heyrt á þolfimi minnst sem keppnisgrein. Vaskir Íslendingar hafa unnið steratröllakeppnina „sterkasti maður heims“. Þátttakendafjöldinn virðist verulega takmarkaður enda keppa sömu menn í trukkadrætti og tunnukasti ár eftir ár. Íslendingar hafa lengi skarað framúr á heimsmeistaramótum íslenska hestsins af skiljanlegum ástæðum. Nú er Evrópumeistaramótið Júróvisjón nýafstaðið. Sigurvissir Íslendingar lentu í 10. sæti með atriðið sitt. Á hinn bóginn sigraði hópurinn með glæsibrag í keppninni „gagnrýnum gestgjafann!“ Við vorum reyndar eina þátttökuþjóðin sem eykur sigurlíkurnar til muna. Miklu skiptir fyrir framgang íslenskra keppenda að finna sér annan vettvang en allur fjöldinn. Íslendingar munu væntanlega vinna næstu heimsmeistarakeppni í laufabrauðsbakstri. Í næstu Júróvisjón mótmælum við harðlega meðferð Hollendinga á Súrínömum og nýlendunum í Indónesíu. Við skulum auk þess gagnrýna hátt og snjallt hversu sjaldan Hollendingurinn Arjen Robben gaf boltann á Eið Smára þegar þeir spiluðu saman með Chelsea. Okkar bíður frægðarför í lítt þekktum íþróttagreinum þar sem fulltrúar okkar keppa fyrst og fremst við sjálfa sig. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á sjálfsvitund og þjóðarstolt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Afreksmenn okkar hafa þó skarað fram úr í öðrum veigamiklum en óþekktum greinum. Einu sinni áttum við heimsmeistara í hástökki innanhúss án atrennu. Íslendingur var Evrópu- og heimsmeistari í þolfimi fyrir 20 árum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins en síðan hefur enginn heyrt á þolfimi minnst sem keppnisgrein. Vaskir Íslendingar hafa unnið steratröllakeppnina „sterkasti maður heims“. Þátttakendafjöldinn virðist verulega takmarkaður enda keppa sömu menn í trukkadrætti og tunnukasti ár eftir ár. Íslendingar hafa lengi skarað framúr á heimsmeistaramótum íslenska hestsins af skiljanlegum ástæðum. Nú er Evrópumeistaramótið Júróvisjón nýafstaðið. Sigurvissir Íslendingar lentu í 10. sæti með atriðið sitt. Á hinn bóginn sigraði hópurinn með glæsibrag í keppninni „gagnrýnum gestgjafann!“ Við vorum reyndar eina þátttökuþjóðin sem eykur sigurlíkurnar til muna. Miklu skiptir fyrir framgang íslenskra keppenda að finna sér annan vettvang en allur fjöldinn. Íslendingar munu væntanlega vinna næstu heimsmeistarakeppni í laufabrauðsbakstri. Í næstu Júróvisjón mótmælum við harðlega meðferð Hollendinga á Súrínömum og nýlendunum í Indónesíu. Við skulum auk þess gagnrýna hátt og snjallt hversu sjaldan Hollendingurinn Arjen Robben gaf boltann á Eið Smára þegar þeir spiluðu saman með Chelsea. Okkar bíður frægðarför í lítt þekktum íþróttagreinum þar sem fulltrúar okkar keppa fyrst og fremst við sjálfa sig. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á sjálfsvitund og þjóðarstolt.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar