Afreksmenn Óttar Guðmundsson skrifar 8. júní 2019 17:00 Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Afreksmenn okkar hafa þó skarað fram úr í öðrum veigamiklum en óþekktum greinum. Einu sinni áttum við heimsmeistara í hástökki innanhúss án atrennu. Íslendingur var Evrópu- og heimsmeistari í þolfimi fyrir 20 árum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins en síðan hefur enginn heyrt á þolfimi minnst sem keppnisgrein. Vaskir Íslendingar hafa unnið steratröllakeppnina „sterkasti maður heims“. Þátttakendafjöldinn virðist verulega takmarkaður enda keppa sömu menn í trukkadrætti og tunnukasti ár eftir ár. Íslendingar hafa lengi skarað framúr á heimsmeistaramótum íslenska hestsins af skiljanlegum ástæðum. Nú er Evrópumeistaramótið Júróvisjón nýafstaðið. Sigurvissir Íslendingar lentu í 10. sæti með atriðið sitt. Á hinn bóginn sigraði hópurinn með glæsibrag í keppninni „gagnrýnum gestgjafann!“ Við vorum reyndar eina þátttökuþjóðin sem eykur sigurlíkurnar til muna. Miklu skiptir fyrir framgang íslenskra keppenda að finna sér annan vettvang en allur fjöldinn. Íslendingar munu væntanlega vinna næstu heimsmeistarakeppni í laufabrauðsbakstri. Í næstu Júróvisjón mótmælum við harðlega meðferð Hollendinga á Súrínömum og nýlendunum í Indónesíu. Við skulum auk þess gagnrýna hátt og snjallt hversu sjaldan Hollendingurinn Arjen Robben gaf boltann á Eið Smára þegar þeir spiluðu saman með Chelsea. Okkar bíður frægðarför í lítt þekktum íþróttagreinum þar sem fulltrúar okkar keppa fyrst og fremst við sjálfa sig. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á sjálfsvitund og þjóðarstolt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur íslenskra íþróttamanna hefur verið heldur rýr í alþjóðasamhengi. Þegar taldir eru saman verðlaunapeningar á Ólympíuleikum og öðrum heimsleikum stöndum við öðrum Norðurlandaþjóðum að baki. Afreksmenn okkar hafa þó skarað fram úr í öðrum veigamiklum en óþekktum greinum. Einu sinni áttum við heimsmeistara í hástökki innanhúss án atrennu. Íslendingur var Evrópu- og heimsmeistari í þolfimi fyrir 20 árum. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins en síðan hefur enginn heyrt á þolfimi minnst sem keppnisgrein. Vaskir Íslendingar hafa unnið steratröllakeppnina „sterkasti maður heims“. Þátttakendafjöldinn virðist verulega takmarkaður enda keppa sömu menn í trukkadrætti og tunnukasti ár eftir ár. Íslendingar hafa lengi skarað framúr á heimsmeistaramótum íslenska hestsins af skiljanlegum ástæðum. Nú er Evrópumeistaramótið Júróvisjón nýafstaðið. Sigurvissir Íslendingar lentu í 10. sæti með atriðið sitt. Á hinn bóginn sigraði hópurinn með glæsibrag í keppninni „gagnrýnum gestgjafann!“ Við vorum reyndar eina þátttökuþjóðin sem eykur sigurlíkurnar til muna. Miklu skiptir fyrir framgang íslenskra keppenda að finna sér annan vettvang en allur fjöldinn. Íslendingar munu væntanlega vinna næstu heimsmeistarakeppni í laufabrauðsbakstri. Í næstu Júróvisjón mótmælum við harðlega meðferð Hollendinga á Súrínömum og nýlendunum í Indónesíu. Við skulum auk þess gagnrýna hátt og snjallt hversu sjaldan Hollendingurinn Arjen Robben gaf boltann á Eið Smára þegar þeir spiluðu saman með Chelsea. Okkar bíður frægðarför í lítt þekktum íþróttagreinum þar sem fulltrúar okkar keppa fyrst og fremst við sjálfa sig. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á sjálfsvitund og þjóðarstolt.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar