Samspil óvina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:15 West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun