Willian mun taka sæti Neymar í brasilíska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta.
Neymar þurfti að draga sig úr hópnum í vikunni vegna meiðsla.
Willian verður kominn til liðsins fyrir vináttuleikinn gegn Hondúras á sunnudaginn en Suður-Ameríkukeppnin hefst næsta föstudag.
Þegar ljóst var að Neymar yrði ekki með kölluðu margir eftir því að Vinicius Junior eða Lucas Moura yrðu kallaðir inn í liðið en Willian varð fyrir valinu.
Willian á að baki 65 landsleiki fyrir Brasilíu.
Willian inn fyrir Neymar

Tengdar fréttir

Neymar meiddur og missir af Suður-Ameríkukeppninni
Brasilíumaðurinn meiddist í vináttulandsleik í nótt.

Konan sem sakar Neymar um nauðgun mætti í sjónvarpsviðtal í Brasilíu
Stærsta fótboltastjarna Brasilíu á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann missir af Suðurameríkukeppninni vegna meiðsla og þá eru brasilískir fjölmiðlar fullir af fréttum um nauðgunarákæru á hendur honum.