Leggja til að Columbine-skólinn verði rifinn Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 12:03 Eric Harris og Dylan Klebold drápu tólf nemendur og einn kennara í árásinni 20. apríl 1999 áður en þeir sviptu sig lífi Getty Skólayfirvöld í Jefferson-sýslu í Colorado hafa lagt til að Columbine-skólinn í bænum Littleton, þar sem fjöldi fólks dó í skotárás tveggja nemenda fyrir tuttugu árum, verði rifinn og nýr skóli byggður í staðinn. Þetta skuli gert til að koma í veg fyrir „sjúklega hrifningu“ margra á blóðbaðinu sem þar átti sér stað í aprílmánuði 1999. Jason Glass, fulltrúi skólayfirvalda, segir í bréfi til foreldra barna við skólann að árásin hafi veitt mörgum „hryllilegan innblástur“. Þannig reyni hundruð manna, sem ekki tengjast skólanum, að komast inn í skólann á hverju ári og hafi fjöldinn aldrei verið meiri en á síðustu ellefu mánuðum. Í bréfi sínu minnist Glass sérstaklega á hina átján ára Sol Pais, sem ferðaðist sérstaklega frá Flórida til Colorado í apríl og hafði í hótunum áður en hún svipti sig lífi. Vitað var að hún var heltekin af skotárásinni árið 1999.Ný bygging reist nokkru vestar Tillögur yfirvalda ganga út á að rífa núverandi skólabyggingu og byggja nýja nokkru vestar. Þó skuli halda nafni skólans, einkennislitum og lukkudýri. Eric Harris og Dylan Klebold drápu tólf nemendur og einn kennara í árásinni 20. apríl 1999 áður en þeir sviptu sig lífi. Á þeim tíma var þetta mannskæðasta árásin sem gerð hafði verið í skóla í sögu Bandaríkjanna. Vitað er að í seinni tíð hefur árásin veitt öðrum innblástur til að framkvæma árásir í skóla. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðbúnaður í Columbine-skólanum vegna ógnar tuttugu árum eftir fjöldamorðið Alríkislögreglan er sögð leita átján ára gamallar stúlku sem hafi sent inn hótanir sem beindust að skólanum sem var vettvangur fjöldamorðs fyrir tuttugu árum. 16. apríl 2019 23:02 Kona heltekin af fjöldamorðinu í Columbine-skólanum fannst látin Bandaríska alríkislögreglan FBI hafði konuna grunaða um að ætla sér að líkja eftir fjöldamorðið í Columbine-framhaldsskólanum í Colorado. 17. apríl 2019 18:21 Einn eftirlifenda Columbine-fjöldamorðanna látinn Austin Eubanks fannst látinn að heimili sínu í gær, 37 ára að aldri. 19. maí 2019 22:32 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Skólayfirvöld í Jefferson-sýslu í Colorado hafa lagt til að Columbine-skólinn í bænum Littleton, þar sem fjöldi fólks dó í skotárás tveggja nemenda fyrir tuttugu árum, verði rifinn og nýr skóli byggður í staðinn. Þetta skuli gert til að koma í veg fyrir „sjúklega hrifningu“ margra á blóðbaðinu sem þar átti sér stað í aprílmánuði 1999. Jason Glass, fulltrúi skólayfirvalda, segir í bréfi til foreldra barna við skólann að árásin hafi veitt mörgum „hryllilegan innblástur“. Þannig reyni hundruð manna, sem ekki tengjast skólanum, að komast inn í skólann á hverju ári og hafi fjöldinn aldrei verið meiri en á síðustu ellefu mánuðum. Í bréfi sínu minnist Glass sérstaklega á hina átján ára Sol Pais, sem ferðaðist sérstaklega frá Flórida til Colorado í apríl og hafði í hótunum áður en hún svipti sig lífi. Vitað var að hún var heltekin af skotárásinni árið 1999.Ný bygging reist nokkru vestar Tillögur yfirvalda ganga út á að rífa núverandi skólabyggingu og byggja nýja nokkru vestar. Þó skuli halda nafni skólans, einkennislitum og lukkudýri. Eric Harris og Dylan Klebold drápu tólf nemendur og einn kennara í árásinni 20. apríl 1999 áður en þeir sviptu sig lífi. Á þeim tíma var þetta mannskæðasta árásin sem gerð hafði verið í skóla í sögu Bandaríkjanna. Vitað er að í seinni tíð hefur árásin veitt öðrum innblástur til að framkvæma árásir í skóla.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðbúnaður í Columbine-skólanum vegna ógnar tuttugu árum eftir fjöldamorðið Alríkislögreglan er sögð leita átján ára gamallar stúlku sem hafi sent inn hótanir sem beindust að skólanum sem var vettvangur fjöldamorðs fyrir tuttugu árum. 16. apríl 2019 23:02 Kona heltekin af fjöldamorðinu í Columbine-skólanum fannst látin Bandaríska alríkislögreglan FBI hafði konuna grunaða um að ætla sér að líkja eftir fjöldamorðið í Columbine-framhaldsskólanum í Colorado. 17. apríl 2019 18:21 Einn eftirlifenda Columbine-fjöldamorðanna látinn Austin Eubanks fannst látinn að heimili sínu í gær, 37 ára að aldri. 19. maí 2019 22:32 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Viðbúnaður í Columbine-skólanum vegna ógnar tuttugu árum eftir fjöldamorðið Alríkislögreglan er sögð leita átján ára gamallar stúlku sem hafi sent inn hótanir sem beindust að skólanum sem var vettvangur fjöldamorðs fyrir tuttugu árum. 16. apríl 2019 23:02
Kona heltekin af fjöldamorðinu í Columbine-skólanum fannst látin Bandaríska alríkislögreglan FBI hafði konuna grunaða um að ætla sér að líkja eftir fjöldamorðið í Columbine-framhaldsskólanum í Colorado. 17. apríl 2019 18:21
Einn eftirlifenda Columbine-fjöldamorðanna látinn Austin Eubanks fannst látinn að heimili sínu í gær, 37 ára að aldri. 19. maí 2019 22:32