Er ekki hægt að fá vinnufrið hérna? Þórlindur Kjartansson skrifar 7. júní 2019 07:00 Nú til dags eru fáar setningar sem virka eins „kallakarla“-legar eins og þegar þess er krafist í fjölmiðlum að „mennirnir“ fái „vinnufrið“ til þess að útkljá málin án þess að vera truflaðir. Á síðustu árum finnst mér frasinn um að heimta vinnufrið einkum dúkka upp í kringum aðstæður þar sem fólk hefur komið sér í einhvern bobba. Ég sé fyrir mér hóp fjölmiðlafólks sem umkringir stjórnmálamann og allir garga spurningar í átt að stjórnmálamanninum: „Hver er staða málsins?“ „Er útlit fyrir að stjórnin springi?“ „Verður einhver dreginn til ábyrgðar?“ „Hefur ráðherrann íhugað afsögn vegna málsins?· Og stjórnmálamaðurinn segir fast og ákveðið: „Nú er verið að fara yfir allar hliðar málsins og öll sjónarmið verða rædd. Það sem er mikilvægast núna er að fá vinnufrið til þess að greiða úr þeirri stöðu sem komin er upp, þakka ykkur fyrir.“ En fjölmiðlar láta sér ekki segjast. „Ertu að segja að það komi til greina að ráðherrann segi af sér?“ Og eftir að hafa lagt kurteislega fram bónina um vinnufrið, og lagt áherslu á mikilvægi hans, þá leyfir stjórnmálamaðurinn sér að byrsta sig, og segir nú með valdsmannslegri röddu. „Eins og ég var að enda við að segja þá þarf að ríkja hér vinnufriður. Ég mun ekki svara fleiri spurningum. Þakka ykkur fyrir.“Merkileg mál Frasinn um að „fá vinnufrið“ virðist í margra augum hafa töframátt. Í orðunum felst ekki kurteisleg beiðni um að sýnt sé tillit heldur eru þau stundum yfirlýsing sem segir: „Það sem ég er að gera er miklu mikilvægara en það sem þið eruð að gera. Hættið nú að flækjast fyrir fullorðnu fólki, skottist heim til ykkar og látið lítið fara fyrir ykkur og svo látum við mikilmennin vita þegar óhætt er að gefa sér tíma til þess að sinna ykkur, ormarnir ykkar.“ Að fárast yfir því að fá ekki vinnufrið er setning og hugsunarháttur sem á sér eflaust djúpar rætur–virðing fyrir vinnu er djúpstæð. Ég hef til dæmis að því í mínu fjölskyldulífi að hægt er að ala börnin upp í því að bera mikla lotningu fyrir öllum hlutum sem eru skilgreindir sem „vinnu-eitthvað.“ Vinnu-pennar, vinnu-tölvur, vinnu-töskur, vinnu-bækur og vinnu-gleraugu. Allt eru þetta raunverulegir hlutir sem að jafnaði eru látnir vera í friði á heimilinu. Velgengni mín við að skilgreina hluti sem „vinnu-þetta-og-hitt“ hefur kannski farið smám saman út í öfgar. Nú eru til á heimilinu vinnu-hátalarar, vinnu-vasaljós, vinnu-strokleður, vinnu-litir og vinnu-kaffibollar og margt fleira „vinnu“dót sem á ekki nokkurn skapaðan hlut skylt við vinnu, en eru algjörlega forboðnir sem leiktæki. Ég yrði hins vegar hleginn út úr húsinu ef mér dytti það í hug að fara fram á „vinnu-frið“. Má þá ekki kveikja á sjónvarpinu og þremur tölvum á sama tíma, skella ísskápshurðum, gala spurningar milli herbergja, glamra á skemmtara, hoppa um, hrópa og kalla? Kanntu annan?Skarkala drekkt með síbylju Mig grunar að það sé ekki bara í mínu nánasta umhverfi sem hugtakið „vinnufriður“ hafi misst gildi sitt. Allri hugsun varðandi aðstæður til vinnu hefur smám saman verið snúið á haus. Í stað þess að það teljist dónaskapur að trufla manneskju sem situr niðursokkin í vinnu þá er sá talinn dónalegur sem ekki er tilbúinn til þess að hlýða umsvifalaust öllu utanaðkomandi áreiti og láta trufla sig. Yfirlýsingar um að maður þurfi vinnufrið hafa líklega einhvern tímann þótt ósköp eðlilegar. Fyrir tíma sífelldrar tengingar og stöðugs áreitis frá símum og snjallforritum þá leið vinnudagur flestra án mikilla utanaðkomandi truflana. Fólk gat eflaust notið þess mun oftar en nú að komast í hið þægilega sæluástand fullkominnar einbeitingar þegar viðfangsefnin virðast viðráðanleg, vandamálin skýrast og lausnirnar birtast. Við slíkar aðstæður er truflun dýrkeypt því þá reikar hugurinn í burtu frá viðfangsefninu og ómögulegt getur verið að komast aftur á réttan kjöl í hugsun og flæði. En nú eru slíkar stundir fágætar fyrir flesta. Margir vinna í opnum rýmum, jafnvel með fólki sem á ekki innirödd og víða grípur fólk til þess ráðs að útiloka hávaða og truflun með enn meiri hávaða og síbylju. Starfsfólk situr með hljóðeinangrandi heyrnartól með dynjandi teknótónlist eða djöflarokki inn á skrifstofum til þess að drekkja hinum óreiðukennda skarkala umhverfisins með útreiknanlegri skarkala Spotify-lagalistans „Einbeiting“. Að láta sér detta í hug að heimta að ró, friður og kyrrsæld ríki á vinnustað virkar nánast árásargjarnt korteri frá burnouti.Lof okkur að trufla Þetta endurspeglast meðal annars í þeirri breytingu sem orðið hefur á samskiptum fólks við stór þjónustufyrirtæki á borð við banka. Einu sinni þótti það til marks um slaka þjónustu ef ekki var svarað hratt í símann þegar viðskiptavinurinn hringdi með erindi sín. Svo fengu þjónustustjórar fyrirtækjanna bráðsnjalla hugmynd að í staðinn fyrir að fólk þyrfti að bíða eftir svari þá gæti það einfaldlega skilið eftir skilaboð og bankinn, tryggingafélagið eða símafyrirtækið myndi einfaldlega hringja til baka síðar. Frábær lausn, enginn þarf að bíða á línunni En það sem raunverulega felst í þjónustubreytingunni er að fyrirtækin segja við viðskiptavini sína: „Hey, hvernig væri að í staðinn fyrir að þú hringir í okkur með þín mál þegar þér hentar, að í staðinn þá hringjum við bara í þig þegar okkur hentar.“ Það sem á yfirborðinu virkar sem þægindi er í raun staðfesting á því viðhorfi sem orðið er ríkjandi í samfélaginu að það sé ofsalega slæmt að þurfa að bíða eftir einhverju, en nánast algjörlega kostnaðarlaust að vera truflaður frá því sem maður er að gera.Sorrí með mig Þetta er vitaskuld ekki rétt. Það er mjög dýrkeypt að vera truflaður frá vinnu. Og þótt blessaður kallakarlinn sé alltaf að koma sér í vandræði þessa dagana og sé eflaust orðinn þreyttur á að segja: „Sorrí með mig,“ þá er sumt sem er kannski rétt að afskrifa ekki sem algjöra vitleysu. Nú hrannast upp sannanir þess hversu skaðleg heilsufarsáhrif stöðugur hávaði hefur á fólk; og þeir sem komast öðru hverju út í kyrrsæla sveit eða út á einangraða víðáttu vita vel hversu góð áhrif það hefur á heilsu og hugsun að vera laus við áreiti, skarkala og klið. Kannski er orðið tímabært að hlusta aðeins á kallakarlinn og gefa gamla góða vinnufriðinum meira vægi á ný. Við þá sem hvorki botna upp né niður í þessum skrifum vil ég segja sjálfum mér til varnar: Ég fékk ekki vinnufrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú til dags eru fáar setningar sem virka eins „kallakarla“-legar eins og þegar þess er krafist í fjölmiðlum að „mennirnir“ fái „vinnufrið“ til þess að útkljá málin án þess að vera truflaðir. Á síðustu árum finnst mér frasinn um að heimta vinnufrið einkum dúkka upp í kringum aðstæður þar sem fólk hefur komið sér í einhvern bobba. Ég sé fyrir mér hóp fjölmiðlafólks sem umkringir stjórnmálamann og allir garga spurningar í átt að stjórnmálamanninum: „Hver er staða málsins?“ „Er útlit fyrir að stjórnin springi?“ „Verður einhver dreginn til ábyrgðar?“ „Hefur ráðherrann íhugað afsögn vegna málsins?· Og stjórnmálamaðurinn segir fast og ákveðið: „Nú er verið að fara yfir allar hliðar málsins og öll sjónarmið verða rædd. Það sem er mikilvægast núna er að fá vinnufrið til þess að greiða úr þeirri stöðu sem komin er upp, þakka ykkur fyrir.“ En fjölmiðlar láta sér ekki segjast. „Ertu að segja að það komi til greina að ráðherrann segi af sér?“ Og eftir að hafa lagt kurteislega fram bónina um vinnufrið, og lagt áherslu á mikilvægi hans, þá leyfir stjórnmálamaðurinn sér að byrsta sig, og segir nú með valdsmannslegri röddu. „Eins og ég var að enda við að segja þá þarf að ríkja hér vinnufriður. Ég mun ekki svara fleiri spurningum. Þakka ykkur fyrir.“Merkileg mál Frasinn um að „fá vinnufrið“ virðist í margra augum hafa töframátt. Í orðunum felst ekki kurteisleg beiðni um að sýnt sé tillit heldur eru þau stundum yfirlýsing sem segir: „Það sem ég er að gera er miklu mikilvægara en það sem þið eruð að gera. Hættið nú að flækjast fyrir fullorðnu fólki, skottist heim til ykkar og látið lítið fara fyrir ykkur og svo látum við mikilmennin vita þegar óhætt er að gefa sér tíma til þess að sinna ykkur, ormarnir ykkar.“ Að fárast yfir því að fá ekki vinnufrið er setning og hugsunarháttur sem á sér eflaust djúpar rætur–virðing fyrir vinnu er djúpstæð. Ég hef til dæmis að því í mínu fjölskyldulífi að hægt er að ala börnin upp í því að bera mikla lotningu fyrir öllum hlutum sem eru skilgreindir sem „vinnu-eitthvað.“ Vinnu-pennar, vinnu-tölvur, vinnu-töskur, vinnu-bækur og vinnu-gleraugu. Allt eru þetta raunverulegir hlutir sem að jafnaði eru látnir vera í friði á heimilinu. Velgengni mín við að skilgreina hluti sem „vinnu-þetta-og-hitt“ hefur kannski farið smám saman út í öfgar. Nú eru til á heimilinu vinnu-hátalarar, vinnu-vasaljós, vinnu-strokleður, vinnu-litir og vinnu-kaffibollar og margt fleira „vinnu“dót sem á ekki nokkurn skapaðan hlut skylt við vinnu, en eru algjörlega forboðnir sem leiktæki. Ég yrði hins vegar hleginn út úr húsinu ef mér dytti það í hug að fara fram á „vinnu-frið“. Má þá ekki kveikja á sjónvarpinu og þremur tölvum á sama tíma, skella ísskápshurðum, gala spurningar milli herbergja, glamra á skemmtara, hoppa um, hrópa og kalla? Kanntu annan?Skarkala drekkt með síbylju Mig grunar að það sé ekki bara í mínu nánasta umhverfi sem hugtakið „vinnufriður“ hafi misst gildi sitt. Allri hugsun varðandi aðstæður til vinnu hefur smám saman verið snúið á haus. Í stað þess að það teljist dónaskapur að trufla manneskju sem situr niðursokkin í vinnu þá er sá talinn dónalegur sem ekki er tilbúinn til þess að hlýða umsvifalaust öllu utanaðkomandi áreiti og láta trufla sig. Yfirlýsingar um að maður þurfi vinnufrið hafa líklega einhvern tímann þótt ósköp eðlilegar. Fyrir tíma sífelldrar tengingar og stöðugs áreitis frá símum og snjallforritum þá leið vinnudagur flestra án mikilla utanaðkomandi truflana. Fólk gat eflaust notið þess mun oftar en nú að komast í hið þægilega sæluástand fullkominnar einbeitingar þegar viðfangsefnin virðast viðráðanleg, vandamálin skýrast og lausnirnar birtast. Við slíkar aðstæður er truflun dýrkeypt því þá reikar hugurinn í burtu frá viðfangsefninu og ómögulegt getur verið að komast aftur á réttan kjöl í hugsun og flæði. En nú eru slíkar stundir fágætar fyrir flesta. Margir vinna í opnum rýmum, jafnvel með fólki sem á ekki innirödd og víða grípur fólk til þess ráðs að útiloka hávaða og truflun með enn meiri hávaða og síbylju. Starfsfólk situr með hljóðeinangrandi heyrnartól með dynjandi teknótónlist eða djöflarokki inn á skrifstofum til þess að drekkja hinum óreiðukennda skarkala umhverfisins með útreiknanlegri skarkala Spotify-lagalistans „Einbeiting“. Að láta sér detta í hug að heimta að ró, friður og kyrrsæld ríki á vinnustað virkar nánast árásargjarnt korteri frá burnouti.Lof okkur að trufla Þetta endurspeglast meðal annars í þeirri breytingu sem orðið hefur á samskiptum fólks við stór þjónustufyrirtæki á borð við banka. Einu sinni þótti það til marks um slaka þjónustu ef ekki var svarað hratt í símann þegar viðskiptavinurinn hringdi með erindi sín. Svo fengu þjónustustjórar fyrirtækjanna bráðsnjalla hugmynd að í staðinn fyrir að fólk þyrfti að bíða eftir svari þá gæti það einfaldlega skilið eftir skilaboð og bankinn, tryggingafélagið eða símafyrirtækið myndi einfaldlega hringja til baka síðar. Frábær lausn, enginn þarf að bíða á línunni En það sem raunverulega felst í þjónustubreytingunni er að fyrirtækin segja við viðskiptavini sína: „Hey, hvernig væri að í staðinn fyrir að þú hringir í okkur með þín mál þegar þér hentar, að í staðinn þá hringjum við bara í þig þegar okkur hentar.“ Það sem á yfirborðinu virkar sem þægindi er í raun staðfesting á því viðhorfi sem orðið er ríkjandi í samfélaginu að það sé ofsalega slæmt að þurfa að bíða eftir einhverju, en nánast algjörlega kostnaðarlaust að vera truflaður frá því sem maður er að gera.Sorrí með mig Þetta er vitaskuld ekki rétt. Það er mjög dýrkeypt að vera truflaður frá vinnu. Og þótt blessaður kallakarlinn sé alltaf að koma sér í vandræði þessa dagana og sé eflaust orðinn þreyttur á að segja: „Sorrí með mig,“ þá er sumt sem er kannski rétt að afskrifa ekki sem algjöra vitleysu. Nú hrannast upp sannanir þess hversu skaðleg heilsufarsáhrif stöðugur hávaði hefur á fólk; og þeir sem komast öðru hverju út í kyrrsæla sveit eða út á einangraða víðáttu vita vel hversu góð áhrif það hefur á heilsu og hugsun að vera laus við áreiti, skarkala og klið. Kannski er orðið tímabært að hlusta aðeins á kallakarlinn og gefa gamla góða vinnufriðinum meira vægi á ný. Við þá sem hvorki botna upp né niður í þessum skrifum vil ég segja sjálfum mér til varnar: Ég fékk ekki vinnufrið.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun