Viljum við borga? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. júní 2019 07:00 Í orðræðunni um loftslagsmál og stjórnvöld heyrast orð eins og aðgerðaleysi og falleinkunn. Það eru orð sem ég tel að séu engum til gagns. Ég ítreka að loftslagsmálin krefjast hlutlægni og gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum. Vissulega verður að gera betur en okkur hefur auðnast og þangað stefnum við öll. Langur listi aðgerða krefst aukinnar þátttöku, t.d. bæði sveitarfélaga og stjórnvalda. Í nýjum loftslagslögum eru stjórnarráðið, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, auk sveitarfélaga, skylduð til að setja sér loftslagsstefnu, með rúmum tímamörkum og samvinnu. Aukin þátttaka í andófi gegn loftslagsbreytingum á líka við um almennu fyrirtækin og hún færist vissulega í aukana núna. Innlegg félagasamtaka og almennings til andófsins eru á uppleið. Niðursveiflan í hagkerfinu má aftur á móti ekki hamla okkur. Við þurfum að verja þá fjármuni sem eru settir til þessa í ríkisfjármálum. En það þarf líka að auka fjármagnið. Kanna verður hvort ekki beri að setja á tímabundið flatt loftslagsgjald til hliðar við kolefnisgjaldið, sem hækkar hægt, annaðhvort á alla skattgreiðendur í landinu eða á notendur jarðefnaeldsneytis, t.d. flugfélög, útgerðir og flutningsfyrirtæki, á einkaaðila og ótal fyrirtæki. Ég bendi á að 1.000 kr. frá 250.000 gjaldendum gefa okkur fjórðung úr milljarði, 250 millj. kr. á ári. Þannig að 2.000 kr. eða 3.000 kr. ársframlög, svo hóflega sé orðað, varða okkur afar miklu. Afrakstrinum væri skipt á ríki, sveitarfélög og fleiri aðila en gengi ávallt beint til aðgerða. Fyrirkomulagið væri fremur auðvelt að leysa. Nú, tíu árum áður en við eigum að standa við Parísarsamkomulagið, er kominn tími til að skoða svona jákvæða skattheimtu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í orðræðunni um loftslagsmál og stjórnvöld heyrast orð eins og aðgerðaleysi og falleinkunn. Það eru orð sem ég tel að séu engum til gagns. Ég ítreka að loftslagsmálin krefjast hlutlægni og gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum. Vissulega verður að gera betur en okkur hefur auðnast og þangað stefnum við öll. Langur listi aðgerða krefst aukinnar þátttöku, t.d. bæði sveitarfélaga og stjórnvalda. Í nýjum loftslagslögum eru stjórnarráðið, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, auk sveitarfélaga, skylduð til að setja sér loftslagsstefnu, með rúmum tímamörkum og samvinnu. Aukin þátttaka í andófi gegn loftslagsbreytingum á líka við um almennu fyrirtækin og hún færist vissulega í aukana núna. Innlegg félagasamtaka og almennings til andófsins eru á uppleið. Niðursveiflan í hagkerfinu má aftur á móti ekki hamla okkur. Við þurfum að verja þá fjármuni sem eru settir til þessa í ríkisfjármálum. En það þarf líka að auka fjármagnið. Kanna verður hvort ekki beri að setja á tímabundið flatt loftslagsgjald til hliðar við kolefnisgjaldið, sem hækkar hægt, annaðhvort á alla skattgreiðendur í landinu eða á notendur jarðefnaeldsneytis, t.d. flugfélög, útgerðir og flutningsfyrirtæki, á einkaaðila og ótal fyrirtæki. Ég bendi á að 1.000 kr. frá 250.000 gjaldendum gefa okkur fjórðung úr milljarði, 250 millj. kr. á ári. Þannig að 2.000 kr. eða 3.000 kr. ársframlög, svo hóflega sé orðað, varða okkur afar miklu. Afrakstrinum væri skipt á ríki, sveitarfélög og fleiri aðila en gengi ávallt beint til aðgerða. Fyrirkomulagið væri fremur auðvelt að leysa. Nú, tíu árum áður en við eigum að standa við Parísarsamkomulagið, er kominn tími til að skoða svona jákvæða skattheimtu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar