Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 10:54 Tvennt lést í brunanum á Selfossi. Vísir/EgillA Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira