Rétt mataræði fyrir alla Teitur Guðmundsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi. Mikil vakning hefur orðið varðandi það að matvæli séu hrein og afurðir sem náttúrulegastar í stað geymsluþolshyggju. Við erum mjög meðvituð um unnar matvörur, ýmis litarefni og önnur uppfylliefni í matvælum. Ekki síst höfum við vaxandi áhyggjur af erfðabreytingu, sýklalyfjanotkun og skordýraeitri við ræktun og vinnslu matvæla. Hafi maður í huga gamla orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ þá er eflaust óþægileg tilfinning að vita til þess að við innbyrðum töluvert af aukaefnum dagsdaglega. Mörg þeirra hafa verið með okkur lengi og deilt er um það hvort þau valdi óþægindum eða viðbragði af einhverjum toga í líkama einstaklinga. Það er erfitt að gera rannsóknir sem tengjast mataræði þar sem venjur okkar eru svo ólíkar. Iðulega byggja gögn á spurningalistum og skoðun á því hvað fólk kaupir og svo framvegis. Erfitt er að gera nákvæmar mælingar líkt og mögulegt er í blóðrannsókn. Samspil þessara þátta er svo mjög mikilvægt í ljósi erfða, umhverfis- og álagsþátta eins og streitu og fleira mætti telja sem auðveldlega getur sett starfsemi líkamans úr skorðum. Læknar eru að sannfærast meir og meir um tengingar sjúkdóma og mataræðis í víðara samhengi en áður. Meiri gagnrýni hefur komið fram á leiðbeiningar um mataræði og skemmst er frá því að segja að ýmsir kúrar sem komast í tísku hafa líka talsvert mikið með sér. Það er þó mín skoðun að enginn einn „kúr“ virki, heldur hljóti þetta alltaf að vera byggt á jafnvægi. Til þess að geta skoðað þessa hluti betur hafa læknar farið að skoða samsetningu garnaflóru og svo virðist sem ónæmiskerfi okkar og virkni þess tengist henni meir en áður var talið. Við höfum til dæmis rannsóknir varðandi bólguþætti og sjúkdóma sem virðast beinlínis tengjast mataræði. Hinn alræmdi hvíti sykur, einföld og auðmeltanleg kolvetni og þess háttar virðast hafa veruleg áhrif á suma einstaklinga. Aðrir finna meira fyrir mjólkurvörum, ýmsum kryddum og náttúrulegum afurðum ekki síður en þeim aukaefnum sem ég minntist á að ofan. Þetta er því flókið samspil margra þátta en það sem við þurfum að geta gert í framtíðinni er að beita einstaklingsmiðaðri nálgun varðandi mataræði og þróun sjúkdóma. Í dag er verið að prófa sig áfram við meðhöndlun þeirra og safnast nú saman gögn varðandi það með hverjum deginum sem líður. En um leið og við fáum alvöru rannsóknir á tengslum mataræðis og sjúkdóma, með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsufar, þá erum við á réttri leið. Vegferðin er hafin og á næstu árum munu verða miklar breytingar á nálgun í læknisfræði í þessa veru. Við erum þegar komin vel á veg í einstaklingsbundinni krabbameinsmeðferð. Við höfum getað dregið úr aukaverkunum af meðferð með því að finna réttu lyfin til að ná hámarksvirkni gegn krabbanum. Við erum að sjá þetta líka í meðhöndlun sýkinga og við munum sjá þetta í forvörnum og meðhöndlun lífsstílsjúkdóma á sama hátt. Þannig er ljóst að matur er mannsins megin, en það sama hentar ekki öllum og skyldi enginn láta glepjast af sölumennsku og að það sé til einhver ein töfralausn. Þetta er samspil margra þátta og mikilvægt að hafa rétta nálgun á vandann, einstaklingsmiðaðan og studdan rannsóknum, en ekki bara reynsluvísindum þó það sé oft einmitt upphafið að endanlegri niðurstöðu. Framtíðin er að venju að koma, ég hlakka til og það ættir þú líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi. Mikil vakning hefur orðið varðandi það að matvæli séu hrein og afurðir sem náttúrulegastar í stað geymsluþolshyggju. Við erum mjög meðvituð um unnar matvörur, ýmis litarefni og önnur uppfylliefni í matvælum. Ekki síst höfum við vaxandi áhyggjur af erfðabreytingu, sýklalyfjanotkun og skordýraeitri við ræktun og vinnslu matvæla. Hafi maður í huga gamla orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ þá er eflaust óþægileg tilfinning að vita til þess að við innbyrðum töluvert af aukaefnum dagsdaglega. Mörg þeirra hafa verið með okkur lengi og deilt er um það hvort þau valdi óþægindum eða viðbragði af einhverjum toga í líkama einstaklinga. Það er erfitt að gera rannsóknir sem tengjast mataræði þar sem venjur okkar eru svo ólíkar. Iðulega byggja gögn á spurningalistum og skoðun á því hvað fólk kaupir og svo framvegis. Erfitt er að gera nákvæmar mælingar líkt og mögulegt er í blóðrannsókn. Samspil þessara þátta er svo mjög mikilvægt í ljósi erfða, umhverfis- og álagsþátta eins og streitu og fleira mætti telja sem auðveldlega getur sett starfsemi líkamans úr skorðum. Læknar eru að sannfærast meir og meir um tengingar sjúkdóma og mataræðis í víðara samhengi en áður. Meiri gagnrýni hefur komið fram á leiðbeiningar um mataræði og skemmst er frá því að segja að ýmsir kúrar sem komast í tísku hafa líka talsvert mikið með sér. Það er þó mín skoðun að enginn einn „kúr“ virki, heldur hljóti þetta alltaf að vera byggt á jafnvægi. Til þess að geta skoðað þessa hluti betur hafa læknar farið að skoða samsetningu garnaflóru og svo virðist sem ónæmiskerfi okkar og virkni þess tengist henni meir en áður var talið. Við höfum til dæmis rannsóknir varðandi bólguþætti og sjúkdóma sem virðast beinlínis tengjast mataræði. Hinn alræmdi hvíti sykur, einföld og auðmeltanleg kolvetni og þess háttar virðast hafa veruleg áhrif á suma einstaklinga. Aðrir finna meira fyrir mjólkurvörum, ýmsum kryddum og náttúrulegum afurðum ekki síður en þeim aukaefnum sem ég minntist á að ofan. Þetta er því flókið samspil margra þátta en það sem við þurfum að geta gert í framtíðinni er að beita einstaklingsmiðaðri nálgun varðandi mataræði og þróun sjúkdóma. Í dag er verið að prófa sig áfram við meðhöndlun þeirra og safnast nú saman gögn varðandi það með hverjum deginum sem líður. En um leið og við fáum alvöru rannsóknir á tengslum mataræðis og sjúkdóma, með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsufar, þá erum við á réttri leið. Vegferðin er hafin og á næstu árum munu verða miklar breytingar á nálgun í læknisfræði í þessa veru. Við erum þegar komin vel á veg í einstaklingsbundinni krabbameinsmeðferð. Við höfum getað dregið úr aukaverkunum af meðferð með því að finna réttu lyfin til að ná hámarksvirkni gegn krabbanum. Við erum að sjá þetta líka í meðhöndlun sýkinga og við munum sjá þetta í forvörnum og meðhöndlun lífsstílsjúkdóma á sama hátt. Þannig er ljóst að matur er mannsins megin, en það sama hentar ekki öllum og skyldi enginn láta glepjast af sölumennsku og að það sé til einhver ein töfralausn. Þetta er samspil margra þátta og mikilvægt að hafa rétta nálgun á vandann, einstaklingsmiðaðan og studdan rannsóknum, en ekki bara reynsluvísindum þó það sé oft einmitt upphafið að endanlegri niðurstöðu. Framtíðin er að venju að koma, ég hlakka til og það ættir þú líka að gera.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar