Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 6. júní 2019 07:00 Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að einn stærsti drifkraftur vaxtarins hvarf af sviðinu. Þegar horft er á þessa þróun í samhengi koma tvö hugtök upp í hugann: Sjálfbærni og jafnvægi. En hugtökin eru innantómir frasar ef ekki eru lagðar skýrar línur um hvað þau merkja. Ég leyfi mér að fullyrða að við séum um þessar mundir að taka tvö stór skref í þá veru. Hið fyrra eru leiðarljós ferðaþjónustunnar til 2030, sem unnin hafa verið í nánu samráði stjórnvalda og greinarinnar. Þau voru kynnt á opnum fundum í vikunni og verða – eins og heitið gefur til kynna – leiðarljós nýrrar heildstæðrar ferðamálastefnu. Hitt skrefið, sem líka var kynnt á þessum opnu fundum, er annar áfanginn í mjög viðamiklu verkefni sem Stjórnstöð ferðamála réðst í að minni tillögu haustið 2017. Þetta er verkefnið „Jafnvægisás“ sem gengur út á að meta þolmörk og afkastagetu okkar hvað varðar umfang ferðamennsku. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu. Skilgreindir voru hátt í 70 mælikvarðar, fundin á þá gildi og það sem meira er: skilgreint hefur verið hvort við séum á grænu, gulu eða rauðu fyrir hvern mælikvarða. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að þessu verkefni undanfarin misseri. Skýrsludrögin um það verða sett í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum til umsagnar. Sumar niðurstöðurnar koma á óvart en allar fela í sér dýrmætar upplýsingar og leiðbeiningu. Með þessum tveimur tímamótaverkefnum er lagður bæði djúpur og breiður grunnur að stefnumótun og ákvarðanatöku ferðaþjónustunnar til næsta áratugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að einn stærsti drifkraftur vaxtarins hvarf af sviðinu. Þegar horft er á þessa þróun í samhengi koma tvö hugtök upp í hugann: Sjálfbærni og jafnvægi. En hugtökin eru innantómir frasar ef ekki eru lagðar skýrar línur um hvað þau merkja. Ég leyfi mér að fullyrða að við séum um þessar mundir að taka tvö stór skref í þá veru. Hið fyrra eru leiðarljós ferðaþjónustunnar til 2030, sem unnin hafa verið í nánu samráði stjórnvalda og greinarinnar. Þau voru kynnt á opnum fundum í vikunni og verða – eins og heitið gefur til kynna – leiðarljós nýrrar heildstæðrar ferðamálastefnu. Hitt skrefið, sem líka var kynnt á þessum opnu fundum, er annar áfanginn í mjög viðamiklu verkefni sem Stjórnstöð ferðamála réðst í að minni tillögu haustið 2017. Þetta er verkefnið „Jafnvægisás“ sem gengur út á að meta þolmörk og afkastagetu okkar hvað varðar umfang ferðamennsku. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu. Skilgreindir voru hátt í 70 mælikvarðar, fundin á þá gildi og það sem meira er: skilgreint hefur verið hvort við séum á grænu, gulu eða rauðu fyrir hvern mælikvarða. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að þessu verkefni undanfarin misseri. Skýrsludrögin um það verða sett í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum til umsagnar. Sumar niðurstöðurnar koma á óvart en allar fela í sér dýrmætar upplýsingar og leiðbeiningu. Með þessum tveimur tímamótaverkefnum er lagður bæði djúpur og breiður grunnur að stefnumótun og ákvarðanatöku ferðaþjónustunnar til næsta áratugar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar