Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 10:17 Sigurreifur mótmælandi nærri höfuðstöðvum hersins í Khartoum. Vísir/AP Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara. Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara.
Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00
Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50
Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26