Innlent

Fáir vilja sterk vín í verslanir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fólk halda sterku víni í vínbúðunum.
Fólk halda sterku víni í vínbúðunum. Fréttablaðið/Eyþór
Milli 67 prósent og 68 prósent Íslendingar eru andvígir sölu á sterku víni í matvöruverslunum en á tæplega 17 prósent segjast því hlynntir í nýrri skoðanakönnun fyrirtækisins Maskínu.

Ríflega 44 prósent segjast hlynntir sölu léttvíns í matvöruverslunum og um 42 prósent segjast andvígir. 44 til 45 prósent eru hlynntir sölu á bjór og um 41 prósent andvígir. Munur er á afstöðu kynjanna, mestur í viðhorfi til sölu á sterku víni.

„Tæplega 11 prósent kvenna eru hlynnt því, en á bilinu 22 til 23 prósent karla,“ segir í frétt Maskínu. Þeir sem séu á aldrinum 18 til 29 ára sé hlynntastir sölunni en þeir sem eru 60 ára og eldri andvígastir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×