Áskorun um áfengi í búðir send til umsagnar í borgarnefndum Ari Brynjólfsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira