Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 10:54 Kristján Loftsson sést hér kampakátur á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fréttablaðið/AntonBrink Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna, sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir, á síðasta ári vegna þess að málin voru talin fyrnd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í desember á síðasta ári. Forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Eftir dóm Landsréttar sóttu félögin um leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem féllst á málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi. Málinu var skipt upp í héraðsdómi á sínum tíma þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort ætluð krafa félaganna tveggja væri fyrnd. Í dómum Hæstaréttar í málum félaganna tveggja segir hins vegar að ekki sé hægt að taka afstöðu til fyrningar ætlaðrar skaðabótakröfu félaganna nema fyrst væri leyst úr því hvort hún hefði orðið til, á hvaða grunni það hafi gerst og hvenær. Segir í dómum Hæstaréttar að öðrum kosti fæli niðurstaða málsins í sér getsakir, eftir atvikum valkvæðar, um hvort kröfuréttindi, sem ekki hafi verið staðreynd hvort orðið hafi til, hafi fallið niður eftir fyrir fyrningu. Því væri ljóst að skilyrði hefði brostið með öllu til að skipta sakarefni í málinu, líkt og gert var fyrir héraðsdómi. Voru hinir áfrýjuðu dómar því ómerktir og málunum vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Kröfðust skaðbóta vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir í hruninu. 17. apríl 2018 16:14