Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 09:30 Guðni Bergsson með Gianni Infantino, forseta FIFA. Getty/Chris Brunskill Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur skrifað pistil sem birtist inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands en knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð hér heima og fram undan eru tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í undankeppni EM 2020. Guðni kemur þar inn á stærstu málin sem koma inn á hans borð sem formanns sambandsins. Guðni skrifar um gervigrasþróunina hér á landi og vonast eftir því að öll félög skipti ekki yfir í gervigras því hann vill sjá leiki á grasi. „Þeir bjóða upp á viss gæði og sjarma sem gaman er að upplifa sem leikmaður og áhorfandi,“ skrifaði Guðni. Guðni kemur einnig inn á nýráðinn yfirmann knattspyrnusviðs. „Ég er sannfærður um að þessi samvinna mun leiða gott af sér og við munum sjá þess merki fljótlega. Þetta er engu að síður langtímaplan í því að styrkja þjálfun okkar leikmanna á öllum sviðum, frá grasrótinni til A-landsliðanna,“ skrifar Guðni um nýtt starf Arnars Þórs Viðarssonar. Guðni skrifar líka um framtíð Laugardalsvallarins. „Það verður að segjast að það hefur tekið of langan tíma að koma þessu í gang af hálfu stjórnvalda en nú er þetta loksins að byrja og ég er bjartsýnn á að við munum komast að góðri niðurstöðu fyrir íslenskan fótbolta og samfélagið okkar,“ skrifar Guðni en hann er bjartsýnn á lausn en leggur áherslu á vonda stöðu. „Laugardalsvöllur er nú á undanþágu með vallarleyfi og stenst engan veginn nútímakröfur til þjóðarleikvanga. Það er réttlætanlegt og í raun nauðsynlegt að fara í þannig framkvæmdir á þjóðarleikvanginum, nú sem orðið er á 60 ára fresti, í ljósi þess hvað fótboltinn og íþróttir almennt þýða fyrir samfélagið. Sýnum metnað og samstöðu í þessu eins og við gerðum þegar Laugardalsvöllur var fyrst byggður af stórhug fyrir öllum þessum árum,“ skrifar Guðni. Guðni Bergsson kemur líka inn á gengi íslenska landsliðsins í þessum pistli en liðið hefur gengið illa að fóta sig eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi síðasta sumar. Leikirnir fram undan eru því gríðarlega stórir ætli liðið að vera með á öðru Evrópumótinu í röð. „Karlalandsliðið hefur farið í gegnum nokkuð erfiða tíma undanfarið ár hvað úrslit leikja varðar, en á sama tíma þó upplifðum HM saman í Rússlandi. Við verðum að sjá þetta í samhengi hlutanna og líta einnig til þeirra sterku andstæðinga sem að við höfum leikið gegn og þeirra meiðsla sem við höfum glímt við,“ skrifar Guðni og heldur áfram: „Leikmenn eru ekki vélar og karlaliðið hefur staðið sig með ólíkindum vel undanfarin ár. Nú mun virkilega reyna á leikmenn að stimpla sig inn í þessa keppni, sýna að það er nóg eftir á tankinum og að hungrið sé enn til staðar eftir velgengni síðustu ára. Við vinnum saman og töpum saman. Nú er tími til þess að stíga upp og fyrir okkur að styðja við liðið okkar,“ skrifar Guðni en það má lesa allan pistil hans hér. EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur skrifað pistil sem birtist inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands en knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð hér heima og fram undan eru tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í undankeppni EM 2020. Guðni kemur þar inn á stærstu málin sem koma inn á hans borð sem formanns sambandsins. Guðni skrifar um gervigrasþróunina hér á landi og vonast eftir því að öll félög skipti ekki yfir í gervigras því hann vill sjá leiki á grasi. „Þeir bjóða upp á viss gæði og sjarma sem gaman er að upplifa sem leikmaður og áhorfandi,“ skrifaði Guðni. Guðni kemur einnig inn á nýráðinn yfirmann knattspyrnusviðs. „Ég er sannfærður um að þessi samvinna mun leiða gott af sér og við munum sjá þess merki fljótlega. Þetta er engu að síður langtímaplan í því að styrkja þjálfun okkar leikmanna á öllum sviðum, frá grasrótinni til A-landsliðanna,“ skrifar Guðni um nýtt starf Arnars Þórs Viðarssonar. Guðni skrifar líka um framtíð Laugardalsvallarins. „Það verður að segjast að það hefur tekið of langan tíma að koma þessu í gang af hálfu stjórnvalda en nú er þetta loksins að byrja og ég er bjartsýnn á að við munum komast að góðri niðurstöðu fyrir íslenskan fótbolta og samfélagið okkar,“ skrifar Guðni en hann er bjartsýnn á lausn en leggur áherslu á vonda stöðu. „Laugardalsvöllur er nú á undanþágu með vallarleyfi og stenst engan veginn nútímakröfur til þjóðarleikvanga. Það er réttlætanlegt og í raun nauðsynlegt að fara í þannig framkvæmdir á þjóðarleikvanginum, nú sem orðið er á 60 ára fresti, í ljósi þess hvað fótboltinn og íþróttir almennt þýða fyrir samfélagið. Sýnum metnað og samstöðu í þessu eins og við gerðum þegar Laugardalsvöllur var fyrst byggður af stórhug fyrir öllum þessum árum,“ skrifar Guðni. Guðni Bergsson kemur líka inn á gengi íslenska landsliðsins í þessum pistli en liðið hefur gengið illa að fóta sig eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi síðasta sumar. Leikirnir fram undan eru því gríðarlega stórir ætli liðið að vera með á öðru Evrópumótinu í röð. „Karlalandsliðið hefur farið í gegnum nokkuð erfiða tíma undanfarið ár hvað úrslit leikja varðar, en á sama tíma þó upplifðum HM saman í Rússlandi. Við verðum að sjá þetta í samhengi hlutanna og líta einnig til þeirra sterku andstæðinga sem að við höfum leikið gegn og þeirra meiðsla sem við höfum glímt við,“ skrifar Guðni og heldur áfram: „Leikmenn eru ekki vélar og karlaliðið hefur staðið sig með ólíkindum vel undanfarin ár. Nú mun virkilega reyna á leikmenn að stimpla sig inn í þessa keppni, sýna að það er nóg eftir á tankinum og að hungrið sé enn til staðar eftir velgengni síðustu ára. Við vinnum saman og töpum saman. Nú er tími til þess að stíga upp og fyrir okkur að styðja við liðið okkar,“ skrifar Guðni en það má lesa allan pistil hans hér.
EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira