Verði öðrum vonandi víti til varnaðar Ari Brynjólfsson skrifar 4. júní 2019 08:00 Fimm manns voru um borð í jeppa Alexanders Tikhomirov sem ók út á jarðhitasvæði í nágrenni Mývatns. Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot sitt. Fréttablaðið/Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á náttúruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarðhitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, landeigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sigurður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfinu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverjum gjörningi, með GoPro-myndavélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Samkvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynningu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel flokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferðamenn umgangist náttúruna af virðingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferðamenn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjallavegi. Nokkur dæmi um utanvegaakstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferðamanna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á náttúruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarðhitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, landeigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sigurður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfinu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverjum gjörningi, með GoPro-myndavélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Samkvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynningu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel flokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferðamenn umgangist náttúruna af virðingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferðamenn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjallavegi. Nokkur dæmi um utanvegaakstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferðamanna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira