Uppi á þaki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun