Aðlögun vegna loftslagsbreytinga Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur hagsbætur, helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt, gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og vinna með þungar staðreyndir. Allt blasir þetta við á næstu áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, fáeinum tækifærum en mörgum ógnunum. Við loftslagsbreytingunum verður að bregðast, hraðar en hingað til. Það gerist m.a. með því að fylgja alþjóðlegum samningum og taka undir höft á raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, samhliða hraðari orkuskiptum með nýjungum. Allt að 2/3 hluta þekktra kola-, olíu- og gasbirgða má ekki vinna. Minnka ber vinnslu málma og jarðefna í takt við aukna endurnýtingu þeirra. Nýta tré í stað steinsteypu. Minnka matarsóun og stunda hóflega neyslu og vörukaup, sem mest í nærumhverfinu. Auka bindingu kolefnis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að mörgu jákvæðu er unnið í miklum meirihluta landa heims en afar fá ná þeim hraða sem þarf, enn sem komið er. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aukið aðhald, verður svo að vera. Loftslagsbreytingar kalla á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir framkvæmda og eftirlits (t.d. Siglingastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin og Mannvirkjastofnun), Almannavarnir og þekkingar- og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki. Hann ynni náið með nýja Loftslagsráðinu og sérfræðistofnunum þess (t.d. Veðurstofunni). Hlutverk hópsins væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, hafa yfirsýn og aðhald með verkefnum og fræða sem flesta um stöðu og leiðir. Slíkur hópur eða ráð er vænni kostur en að fela Loftslagsráði þetta hlutverk ásamt öllu öðru er að starfsemi þess lýtur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur hagsbætur, helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt, gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og vinna með þungar staðreyndir. Allt blasir þetta við á næstu áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, fáeinum tækifærum en mörgum ógnunum. Við loftslagsbreytingunum verður að bregðast, hraðar en hingað til. Það gerist m.a. með því að fylgja alþjóðlegum samningum og taka undir höft á raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, samhliða hraðari orkuskiptum með nýjungum. Allt að 2/3 hluta þekktra kola-, olíu- og gasbirgða má ekki vinna. Minnka ber vinnslu málma og jarðefna í takt við aukna endurnýtingu þeirra. Nýta tré í stað steinsteypu. Minnka matarsóun og stunda hóflega neyslu og vörukaup, sem mest í nærumhverfinu. Auka bindingu kolefnis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að mörgu jákvæðu er unnið í miklum meirihluta landa heims en afar fá ná þeim hraða sem þarf, enn sem komið er. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aukið aðhald, verður svo að vera. Loftslagsbreytingar kalla á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir framkvæmda og eftirlits (t.d. Siglingastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin og Mannvirkjastofnun), Almannavarnir og þekkingar- og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki. Hann ynni náið með nýja Loftslagsráðinu og sérfræðistofnunum þess (t.d. Veðurstofunni). Hlutverk hópsins væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, hafa yfirsýn og aðhald með verkefnum og fræða sem flesta um stöðu og leiðir. Slíkur hópur eða ráð er vænni kostur en að fela Loftslagsráði þetta hlutverk ásamt öllu öðru er að starfsemi þess lýtur.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun