Hélt að árásarmaðurinn væri góð manneskja Sylvía Hall skrifar 2. júní 2019 17:37 Vegfarendur staldra við fyrir utan þjónustumiðstöðina þar sem skotárásin fór fram. Vísir/Getty Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. Maðurinn skaut fyrst mann í kyrrstæðum bíl fyrir utan bygginguna áður en hann hélt að byggingunni þar sem hann hóf skothríð þegar vinnudagurinn var að líða undir lok. CNN greinir frá. Maðurinn notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í byssunni verður ekki eins hávær og afskræmir hljóðið úr skotvopninu.Sjá einnig: Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Virginia var maðurinn ósáttur í vinnu en ekki er vitað hvað olli því að hann ákvað að myrða samstarfsfólk sitt á svo hrottafenginn hátt. Samstarfsfólk hans segist ekki getað hafa séð þetta fyrir. „Ég held að stóra spurningin sé hvers vegna? Við viljum vita það líka,“ sagði borgarstjórinn Bobby Dyer um málið. Joseph Scott var einn þeirra sem hafði unnið með árásarmanninum í nokkur ár og hafði hitt hann fyrr um morguninn. Þeir höfðu rekist á hvorn annan inni á baðherbergi þar sem árásarmaðurinn byrjaði alla morgna á því að bursta í sér tennurnar. „Ég hélt að hann væri góð manneskja,“ sagði Scott en árásarmaðurinn hafði boðið honum góðan dag áður en leiðir þeirra skildu. Þeir tólf sem létust í árásinni voru ýmist borgarstarfsmenn eða fólk í erindagjörðum í húsinu. Þá slösuðust fleiri í árásinni og eru þrír enn í lífshættu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. Maðurinn skaut fyrst mann í kyrrstæðum bíl fyrir utan bygginguna áður en hann hélt að byggingunni þar sem hann hóf skothríð þegar vinnudagurinn var að líða undir lok. CNN greinir frá. Maðurinn notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í byssunni verður ekki eins hávær og afskræmir hljóðið úr skotvopninu.Sjá einnig: Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Virginia var maðurinn ósáttur í vinnu en ekki er vitað hvað olli því að hann ákvað að myrða samstarfsfólk sitt á svo hrottafenginn hátt. Samstarfsfólk hans segist ekki getað hafa séð þetta fyrir. „Ég held að stóra spurningin sé hvers vegna? Við viljum vita það líka,“ sagði borgarstjórinn Bobby Dyer um málið. Joseph Scott var einn þeirra sem hafði unnið með árásarmanninum í nokkur ár og hafði hitt hann fyrr um morguninn. Þeir höfðu rekist á hvorn annan inni á baðherbergi þar sem árásarmaðurinn byrjaði alla morgna á því að bursta í sér tennurnar. „Ég hélt að hann væri góð manneskja,“ sagði Scott en árásarmaðurinn hafði boðið honum góðan dag áður en leiðir þeirra skildu. Þeir tólf sem létust í árásinni voru ýmist borgarstarfsmenn eða fólk í erindagjörðum í húsinu. Þá slösuðust fleiri í árásinni og eru þrír enn í lífshættu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45