Kaupþing íhugar sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 10:53 Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Vísir/Getty Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs. Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs.
Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13
Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36
Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23