Íslenskan í athugasemdakerfum Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Fréttir bárust af því í vikunni að olíufélögin N1 og Olís hefðu gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Var þetta gert vegna þess fjölda Íslendinga sem á það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslenskukunnáttu. Athugasemdakerfi miðlanna loguðu og sýndu fram á nauðsyn skiltanna: „Þegar ég kaupi vöru og þjónustu á Íslandi, er ég ekki kominn til að æfa mig í þýzku, frönsku, ensku eða spænsku.“ – „Lámark [sic] að fá að tala sitt eigið tungumál og að afgreiðslufólk tali Íslensku [sic].“ – „Ég sniðgeng fyrirtæki sem eru með fólk sem talar ekki íslensku.“Tungumál í samkeppni Ég bý í Englandi ásamt manni og tveimur börnum. Eins og margir íslenskir foreldrar sem búa erlendis hélt ég í einfeldni minni að börnin yrðu fyrirhafnarlaust jafnvíg á íslensku og ensku. En þvert á það sem ég hafði heyrt verða börn ekki sjálfkrafa tvítyngd. Þótt báðir foreldrar á heimilinu séu íslenskir, tali alltaf íslensku, lesi fyrir börnin á íslensku og hrifsi daglega af þeim Netflix-fjarstýringuna og neyði þau til að horfa á rispaðan DVD-disk með Skoppu og Skrítlu er enskan þeim tamari. Tungumál í lífi tvítyngdra barna eiga í stöðugri samkeppni. Tungumálið sem er ríkjandi í umhverfi þeirra – tungumálið sem er talað í skólanum, sem vinirnir tala og þau heyra í sjónvarpinu – nær oft yfirhöndinni. Í fjölmenningarsamfélögum eins og í London eru gjarnan starfræktir sérstakir skólar um helgar þar sem börn sem eiga sér annað móðurmál en ensku geta hist, spjallað og lært að lesa og skrifa á móðurmáli sínu. Nýverið söfnuðust foreldrar íslenskra barna í London saman til að kanna áhugann á að koma á fót íslenskum helgarskóla hér í borg. Undirtektirnar voru miklar og var strax hafist handa við undirbúning. Að mörgu er að huga. Finna þarf ódýrt húsnæði í einni dýrustu borg í heimi, sækja um tilskilin leyfi, ráða kennara og sækja um styrki svo halda megi kostnaði í lágmarki fyrir fjölskyldur. Til að fá yfirsýn yfir hve mörg börn hygðust sækja skólann og hvar í borginni þau byggju svo að finna mætti staðsetningu sem hentaði sem flestum var útbúin þar til gerð vefkönnun. Íslenska sendiráðið í London deildi könnuninni á Facebook-síðu sinni. Ekki er hægt að segja að ein af fyrsta athugasemdunum við Facebook-færsluna um framtakið hafi einkennst af eldmóði: „Er þessi auglýsing bara á ensku?“ Þjóðrembingur og minnimáttarkennd Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kynslóð kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem varaforseti í forsetastól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvupósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: „NÚ ÞARF AÐ TALSETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ Við vitum að íslenskan á undir högg að sækja. Flest erum við sammála um að mikilvægt sé að varðveita hana. En íslenskunni stafar engin ógn af röngum framburði eða einstaka stafsetningarvillu. Íslenskunni stafar engin ógn af þágufallssýki, nokkrum enskuslettum eða starfsmanni í N1 í Borgarnesi sem talar hana ekki. Íslenskunni stafar engin ógn af sjálfboðaliða í London sem ver frítíma sínum í að útbúa eyðublað á ensku svo að íslensk börn í London sem eiga erlent foreldri sem ekki les íslensku fái líka að vera með í íslenskuskólanum. Íslenskunni stafar hins vegar ógn af þóttafullum ruddum sem, útbelgdir af þjóðrembingi og þjakaðir af minnimáttarkennd, nota íslenska tungu til að berja sér á brjóst, upphefja sjálfa sig með því að gera lítið úr öðrum og kæfa í leiðinni löngun og ákafa annarra til að tileinka sér hana, nota hana og leika sér að henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir bárust af því í vikunni að olíufélögin N1 og Olís hefðu gripið til þess ráðs að setja upp skilti á íslensku á bensín- og þjónustustöðvum sínum þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að sýna erlendu starfsfólki þolinmæði og velvild. Var þetta gert vegna þess fjölda Íslendinga sem á það til að láta í ljós óánægju sína og gagnrýna starfsfólk fyrir íslenskukunnáttu. Athugasemdakerfi miðlanna loguðu og sýndu fram á nauðsyn skiltanna: „Þegar ég kaupi vöru og þjónustu á Íslandi, er ég ekki kominn til að æfa mig í þýzku, frönsku, ensku eða spænsku.“ – „Lámark [sic] að fá að tala sitt eigið tungumál og að afgreiðslufólk tali Íslensku [sic].“ – „Ég sniðgeng fyrirtæki sem eru með fólk sem talar ekki íslensku.“Tungumál í samkeppni Ég bý í Englandi ásamt manni og tveimur börnum. Eins og margir íslenskir foreldrar sem búa erlendis hélt ég í einfeldni minni að börnin yrðu fyrirhafnarlaust jafnvíg á íslensku og ensku. En þvert á það sem ég hafði heyrt verða börn ekki sjálfkrafa tvítyngd. Þótt báðir foreldrar á heimilinu séu íslenskir, tali alltaf íslensku, lesi fyrir börnin á íslensku og hrifsi daglega af þeim Netflix-fjarstýringuna og neyði þau til að horfa á rispaðan DVD-disk með Skoppu og Skrítlu er enskan þeim tamari. Tungumál í lífi tvítyngdra barna eiga í stöðugri samkeppni. Tungumálið sem er ríkjandi í umhverfi þeirra – tungumálið sem er talað í skólanum, sem vinirnir tala og þau heyra í sjónvarpinu – nær oft yfirhöndinni. Í fjölmenningarsamfélögum eins og í London eru gjarnan starfræktir sérstakir skólar um helgar þar sem börn sem eiga sér annað móðurmál en ensku geta hist, spjallað og lært að lesa og skrifa á móðurmáli sínu. Nýverið söfnuðust foreldrar íslenskra barna í London saman til að kanna áhugann á að koma á fót íslenskum helgarskóla hér í borg. Undirtektirnar voru miklar og var strax hafist handa við undirbúning. Að mörgu er að huga. Finna þarf ódýrt húsnæði í einni dýrustu borg í heimi, sækja um tilskilin leyfi, ráða kennara og sækja um styrki svo halda megi kostnaði í lágmarki fyrir fjölskyldur. Til að fá yfirsýn yfir hve mörg börn hygðust sækja skólann og hvar í borginni þau byggju svo að finna mætti staðsetningu sem hentaði sem flestum var útbúin þar til gerð vefkönnun. Íslenska sendiráðið í London deildi könnuninni á Facebook-síðu sinni. Ekki er hægt að segja að ein af fyrsta athugasemdunum við Facebook-færsluna um framtakið hafi einkennst af eldmóði: „Er þessi auglýsing bara á ensku?“ Þjóðrembingur og minnimáttarkennd Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kynslóð kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem varaforseti í forsetastól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvupósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: „NÚ ÞARF AÐ TALSETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ Við vitum að íslenskan á undir högg að sækja. Flest erum við sammála um að mikilvægt sé að varðveita hana. En íslenskunni stafar engin ógn af röngum framburði eða einstaka stafsetningarvillu. Íslenskunni stafar engin ógn af þágufallssýki, nokkrum enskuslettum eða starfsmanni í N1 í Borgarnesi sem talar hana ekki. Íslenskunni stafar engin ógn af sjálfboðaliða í London sem ver frítíma sínum í að útbúa eyðublað á ensku svo að íslensk börn í London sem eiga erlent foreldri sem ekki les íslensku fái líka að vera með í íslenskuskólanum. Íslenskunni stafar hins vegar ógn af þóttafullum ruddum sem, útbelgdir af þjóðrembingi og þjakaðir af minnimáttarkennd, nota íslenska tungu til að berja sér á brjóst, upphefja sjálfa sig með því að gera lítið úr öðrum og kæfa í leiðinni löngun og ákafa annarra til að tileinka sér hana, nota hana og leika sér að henni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun