Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júní 2019 18:30 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Vísir/GVA Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. Bréf sem Haraldur ritaði Birni Jóni Bragasyni og Sigurði K. Kolbeinssyni 2. mars í fyrra, vegna bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþáttar um sama efni sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, voru að mati dómsmálaráðuneytisins „ámælisverð og til þess fallin að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra,“ eins og Stöð 2 greindi frá 4. júní. Bréfin til þeirra Björns Jóns og Sigurðar voru efnislega samhljóða. Þau voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Niðurlag bréfanna er svohljóðandi: „Ljóst er að af ásetningi var ekki leitað til okkar við gerð bókarinnar og gefið tækifæri til að greina frá staðreyndum máls eða svara rangfærslum. Hins vegar buðum við þér í desember 2017 að ræða við okkur og kynna þér gögn málsins. (…) Þótt fyrir liggi að umfjöllun bókarinnar sé markleysa er sýnt að þú berð ábyrgð á ólögmætri meingerð gagnvart þeim sem umfjöllunin beinist gegn.“ Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Umboðsmaður ritaði dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf strax í kjölfarið athugun á málinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda ráðherra. Dómsmálaráðuneytið telur að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar Johannessen og tiltekinna fyrrum starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra en ekki hagsmuna embættisins sjálfs þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Þrátt fyrir að dómsmálaráðuneytið líti framgöngu Haraldar „mjög alvarlegum augum“ var honum ekki veitt áminning eins og heimild er fyrir í starfsmannalögum. Um það leyti sem fréttin birtist barst Birni Jóni bréf frá Haraldi þar sem hann biðst „velvirðingar“ á því að hvafa vísað til ólögmætrar meingerðar í bréfunum til Björns Jóns og Sigurðar. Þar segir: „Vegna tilvitnaðra ummæla í bréfinu vill ríkislögreglustjóri árétta að embættið hefði átt að láta hjá líða að vísa til ólögmætrar meingerðar eins og gert var. Beðist er velvirðingar á þessu.“Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur.Aumt yfirklór hjá ríkislögreglustjóra Björn Jón telur bréfið frá Haraldi heldur snautlegt og í reynd fela í sér aumt yfirklór hjá ríkislögreglustjóra. Hann lítur svo á að málinu sé hvergi nærri lokið. Í bréfi sem lögmaður hans ritaði umboðsmanni Alþingis 14. júní segir: „Í fjölmörgum úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur komið fram að markmið 8. gr. sáttmálans sé að vernda einstaklinga fyrir hvers kyns geðþóttaafskiptum stjórnvalda af einkalífi þeirra, en í máli umbjóðanda míns var um að ræða freklegt inngrip í einkalíf hans sem var til þess fallið að vekja með honum ugg og ótta um þau afskipti lögreglu kynnu að vera framundan vegna „ólögmætrar meinerðar“ í garð ríkislögreglustjóra. Hótun um málsókn gegn umbjóðanda mínum var fyrst sett fram í símtali ríkislögreglustjóra til umbjóðanda míns skömmu fyrir jól, 21. desember árið 2017, á helgasta tíma ársins hjá flestum Íslendingum. Umbjóðanda mínum var verulega brugðið við þetta símtal. Hótunin var ítrekuð í bréfi ríkislögreglustjóra til umbjóðanda míns 2. mars 2018. Í bréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá 13. júní 2018 virðist hann ekki gera tilhlýðilegan greinarmun á persónulegum hagsmunum sínum og hagsmunum þess embættis sem hann gegnir.“ Þá segir í bréfinu að „afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins sé alls alls ófullnægjandi og ekki til þess fallin að leiða þetta mál til lykta.“ Björn Jón Bragason vill að umboðsmaður Alþingis taki málið til áframhaldandi athugunar. Hann telur að dómsmálaráðuneytið hafi að minnsta kost átt að veita Haraldi áminningu. „Í ljósi þeirra alvarlegu aðfinnsla sem dómsmálaráðuneytið gerir við embættisfærslu ríkislögreglustjóra finnst mér ótækt annað en að máli hafi frekari eftirmál. Það er kannski kaldhæðnislegt að bókin sem ríkislögreglustjóri deilir þarna á fjallar einmitt um valdníðslu og heitir Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? þar sem ég tilgreini ýmis dæmi um það hvernig embættismenn misfóru með vald sitt án þess að það hefði nokkur eftirmál. Mér finnst mikilvægt að þegar menn fara fram með þessum hætti þá hafi það einhver eftirmál,“ segir Björn Jón í samtali við fréttastofu.Fréttastofan bauð Haraldi Johannessen, sem er staddur erlendis, að koma athugasemdum eða sjónarmiðum á framfæri vegna fréttarinnar. Hann þáði það ekki. Í spilaranum hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið. Fjölmiðlar Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. Bréf sem Haraldur ritaði Birni Jóni Bragasyni og Sigurði K. Kolbeinssyni 2. mars í fyrra, vegna bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþáttar um sama efni sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, voru að mati dómsmálaráðuneytisins „ámælisverð og til þess fallin að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra,“ eins og Stöð 2 greindi frá 4. júní. Bréfin til þeirra Björns Jóns og Sigurðar voru efnislega samhljóða. Þau voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Niðurlag bréfanna er svohljóðandi: „Ljóst er að af ásetningi var ekki leitað til okkar við gerð bókarinnar og gefið tækifæri til að greina frá staðreyndum máls eða svara rangfærslum. Hins vegar buðum við þér í desember 2017 að ræða við okkur og kynna þér gögn málsins. (…) Þótt fyrir liggi að umfjöllun bókarinnar sé markleysa er sýnt að þú berð ábyrgð á ólögmætri meingerð gagnvart þeim sem umfjöllunin beinist gegn.“ Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Umboðsmaður ritaði dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf strax í kjölfarið athugun á málinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda ráðherra. Dómsmálaráðuneytið telur að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar Johannessen og tiltekinna fyrrum starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra en ekki hagsmuna embættisins sjálfs þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Þrátt fyrir að dómsmálaráðuneytið líti framgöngu Haraldar „mjög alvarlegum augum“ var honum ekki veitt áminning eins og heimild er fyrir í starfsmannalögum. Um það leyti sem fréttin birtist barst Birni Jóni bréf frá Haraldi þar sem hann biðst „velvirðingar“ á því að hvafa vísað til ólögmætrar meingerðar í bréfunum til Björns Jóns og Sigurðar. Þar segir: „Vegna tilvitnaðra ummæla í bréfinu vill ríkislögreglustjóri árétta að embættið hefði átt að láta hjá líða að vísa til ólögmætrar meingerðar eins og gert var. Beðist er velvirðingar á þessu.“Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur.Aumt yfirklór hjá ríkislögreglustjóra Björn Jón telur bréfið frá Haraldi heldur snautlegt og í reynd fela í sér aumt yfirklór hjá ríkislögreglustjóra. Hann lítur svo á að málinu sé hvergi nærri lokið. Í bréfi sem lögmaður hans ritaði umboðsmanni Alþingis 14. júní segir: „Í fjölmörgum úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur komið fram að markmið 8. gr. sáttmálans sé að vernda einstaklinga fyrir hvers kyns geðþóttaafskiptum stjórnvalda af einkalífi þeirra, en í máli umbjóðanda míns var um að ræða freklegt inngrip í einkalíf hans sem var til þess fallið að vekja með honum ugg og ótta um þau afskipti lögreglu kynnu að vera framundan vegna „ólögmætrar meinerðar“ í garð ríkislögreglustjóra. Hótun um málsókn gegn umbjóðanda mínum var fyrst sett fram í símtali ríkislögreglustjóra til umbjóðanda míns skömmu fyrir jól, 21. desember árið 2017, á helgasta tíma ársins hjá flestum Íslendingum. Umbjóðanda mínum var verulega brugðið við þetta símtal. Hótunin var ítrekuð í bréfi ríkislögreglustjóra til umbjóðanda míns 2. mars 2018. Í bréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá 13. júní 2018 virðist hann ekki gera tilhlýðilegan greinarmun á persónulegum hagsmunum sínum og hagsmunum þess embættis sem hann gegnir.“ Þá segir í bréfinu að „afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins sé alls alls ófullnægjandi og ekki til þess fallin að leiða þetta mál til lykta.“ Björn Jón Bragason vill að umboðsmaður Alþingis taki málið til áframhaldandi athugunar. Hann telur að dómsmálaráðuneytið hafi að minnsta kost átt að veita Haraldi áminningu. „Í ljósi þeirra alvarlegu aðfinnsla sem dómsmálaráðuneytið gerir við embættisfærslu ríkislögreglustjóra finnst mér ótækt annað en að máli hafi frekari eftirmál. Það er kannski kaldhæðnislegt að bókin sem ríkislögreglustjóri deilir þarna á fjallar einmitt um valdníðslu og heitir Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? þar sem ég tilgreini ýmis dæmi um það hvernig embættismenn misfóru með vald sitt án þess að það hefði nokkur eftirmál. Mér finnst mikilvægt að þegar menn fara fram með þessum hætti þá hafi það einhver eftirmál,“ segir Björn Jón í samtali við fréttastofu.Fréttastofan bauð Haraldi Johannessen, sem er staddur erlendis, að koma athugasemdum eða sjónarmiðum á framfæri vegna fréttarinnar. Hann þáði það ekki. Í spilaranum hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið.
Fjölmiðlar Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30