Innlent

22 tonna skip strand við Stykkis­hólm

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst klukkan 12:30.
Tilkynning barst klukkan 12:30. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi voru kallaðar út skömmu eftir hádegi í dag vegna skips sem hafði strandað fyrir utan Stykkishólm.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að skipið sé staðsett um 1,5 sjómílu frá bænum, nærri Hvítabjarnarey. Er skipið 22 tonna fjölveiðiskip.

„Björgunarbátur frá Stykkishólmi var komin á vettvang stuttu síðar, staðan um borð er góð og engin slasaður. Björgunarskipið Björg frá Rifi er einnig á leiðinni á vettvang ásamt öðrum nærtækum skipum. Allt bendir til þess að beðið verði eftir flóði til að losa bátinn af strandstað,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×