127 listamenn framtíðarinnar útskrifaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 10:08 Frá útskrift Listaháskóla Íslands í Hörpu um helgina. LHÍ Útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands vorið 2019 fór fram með hátíðlegum hætti í Silfurbergi Hörpu þann 15. júní. Útskrifaðir voru 127 nemendur frá öllum deildum skólans að því er segir í tilkynningu frá LHÍ. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þekkingarsköpunar í síbreytilegum heimi og að útskriftarnemendur þekki tilgang sinn í sínum nýju hlutverkum með glænýja þekkingu. „Það varðar ekki síst ykkur sem gangið héðan út í dag á vit framtíðarinnar og heimsmyndar í deiglu umbreytinga sem á sér engin fordæmi. Þekkingarsköpun á Íslandi þarf að halda í við þessar umbreytingar. Ekki einungis í dægursveiflu okkar örsamfélags, heldur í takti við þarfir heimsbyggðarinnar, þegar forsendur velfarnaðar okkar allra hverfa frá því að vera efnis- eða framleiðsludrifnar og verða fyrst og fremst þekkingardrifnar,“ sagði Fríða Björk. „Jafnvel þótt þið séuð tilbúin til þess að kanna hið óþekkta, vinna ný lönd og þróa aðferðir og eigin nálgun þá þurfið þið eigi að síður að þekkja erindi ykkar í listinni. Hver ætlun ykkar er með hverju og einu þeirra verka sem þið skapið.“ Í ár fagnar Listaháskólinn 20 ára afmæli. Af því tilefni var forseti Íslands hátíðarræðumaður en hann blés útskriftarefnum eldmóð í brjóst í ræðu sem var hvatning inn í framtíð þeirra sem starfandi listamenn, hönnuðir og kennarar. Við athöfnina flutti Richard Simm verkið Jeux d'eau eftir Maurice Ravel en Richard lætur í vor af störfum sem meðleikari eftir áratugastarf í tónlistardeild. Maria Thelma Smáradóttir flutti tvö brot úr verkinu Velkomin heim en verkið er unnið af leikhópnum Trigger Warning. Auk Mariu Thelmu eru í leikhópnum þær Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils sem leikstýrðu verkinu en þær eru líkt og Maria útskrifaðar úr sviðslistadeild skólans. Að verkinu komu einnig þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir sem útsettu hljóðmynd og tónlist en þær eru útskrifaðar úr tónlistardeild. Hefð er fyrir því að fulltrúar nemenda flytji ræðu fyrir hönd samnemenda sinna í hverri deild. Fulltrúar nemenda í ár voru Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir hönd listkennsludeildar, Jóhann Ingi Skúlason og Kimi Tayler fyrir hönd myndlistardeildar, Signý Jónsdóttir og Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeildar, Sandra Lind Þorsteinsdóttir fyrir hönd tónlistardeildar og Ásthildur Sigurðardóttir fyrir hönd sviðslistadeildar. Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands vorið 2019 fór fram með hátíðlegum hætti í Silfurbergi Hörpu þann 15. júní. Útskrifaðir voru 127 nemendur frá öllum deildum skólans að því er segir í tilkynningu frá LHÍ. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þekkingarsköpunar í síbreytilegum heimi og að útskriftarnemendur þekki tilgang sinn í sínum nýju hlutverkum með glænýja þekkingu. „Það varðar ekki síst ykkur sem gangið héðan út í dag á vit framtíðarinnar og heimsmyndar í deiglu umbreytinga sem á sér engin fordæmi. Þekkingarsköpun á Íslandi þarf að halda í við þessar umbreytingar. Ekki einungis í dægursveiflu okkar örsamfélags, heldur í takti við þarfir heimsbyggðarinnar, þegar forsendur velfarnaðar okkar allra hverfa frá því að vera efnis- eða framleiðsludrifnar og verða fyrst og fremst þekkingardrifnar,“ sagði Fríða Björk. „Jafnvel þótt þið séuð tilbúin til þess að kanna hið óþekkta, vinna ný lönd og þróa aðferðir og eigin nálgun þá þurfið þið eigi að síður að þekkja erindi ykkar í listinni. Hver ætlun ykkar er með hverju og einu þeirra verka sem þið skapið.“ Í ár fagnar Listaháskólinn 20 ára afmæli. Af því tilefni var forseti Íslands hátíðarræðumaður en hann blés útskriftarefnum eldmóð í brjóst í ræðu sem var hvatning inn í framtíð þeirra sem starfandi listamenn, hönnuðir og kennarar. Við athöfnina flutti Richard Simm verkið Jeux d'eau eftir Maurice Ravel en Richard lætur í vor af störfum sem meðleikari eftir áratugastarf í tónlistardeild. Maria Thelma Smáradóttir flutti tvö brot úr verkinu Velkomin heim en verkið er unnið af leikhópnum Trigger Warning. Auk Mariu Thelmu eru í leikhópnum þær Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils sem leikstýrðu verkinu en þær eru líkt og Maria útskrifaðar úr sviðslistadeild skólans. Að verkinu komu einnig þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir sem útsettu hljóðmynd og tónlist en þær eru útskrifaðar úr tónlistardeild. Hefð er fyrir því að fulltrúar nemenda flytji ræðu fyrir hönd samnemenda sinna í hverri deild. Fulltrúar nemenda í ár voru Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir hönd listkennsludeildar, Jóhann Ingi Skúlason og Kimi Tayler fyrir hönd myndlistardeildar, Signý Jónsdóttir og Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeildar, Sandra Lind Þorsteinsdóttir fyrir hönd tónlistardeildar og Ásthildur Sigurðardóttir fyrir hönd sviðslistadeildar.
Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira